Útkeyrð og dreymin...

           Á hverjum degi þarf maður að kveðja eitthvað í lífinu, sama hvort það er mikilvægt eður ei.  Stundum er það erfitt, stundum léttir það á manni, en einhvertíman deyr allt, kveður allt jafnvel þó það hafi aldrei lifað.  Ég kvaddi söngnámið í Frakklandi á þriðjudaginn var með stæl.  Ég söng á nemendatónleikum og var lagið tekið á portúgölsku, hvorki meira né minna.  Þarna sló ég tvær flugur í einu höggi en annað höggið var að gefa Paulu litla gjöf.  Lagið sem ég söng er nefnilega eitt af hennar uppáhalds og að auki á hennar móðurmáli !  Ég reyndi að ímynda mér hana syngja eitt lag fyrir mig á íslensku en átti frekar erfitt með það...

Eins og vaninn er hjá AFS (Another Fat Student) komum við öll heim með nokkur vel valin aukakíló.  Flest fljúga víst í burtu jafnskjótt og þau komu.  Að sjálfsögðu fylgi ég straumnum, en ákvað hinsvegar að vera svolítið frumleg og birta mín aukakíló í öðru formi.  Þau eru öll staðsett í hausnum á mér og mun eflaust losna við nokkur þegar heim er komið...  Form þeirra er ansi margvíslegt, þau geta fundist í góðum minningum, fullt af sögum, örlítið af þroska, einnig í smá meiri þekkingu en áður var, fullt af íhugunum, spurningum og svörum.  Þar má einnig finna heilt tungumál og svolitla menningu og siði.  Ég vona að mér verði fært að létta aðeins á mér með nokkrum góðum eyrum – ég efast reyndar ekki um það að einhver vilji hlusta... ég býst við að eiga marga góða að.  

Þessa dagana hef ég ansi litla orku, ég er að njóta síðustu viknanna hérna upp að því marki að ég sef varla á nóttinni.  Ég er alveg uppgefin en mér finnst samt alveg æðislegt að hafa meira en nóg að gera jafnvel þó að eftir á verði ég alveg útkeyrð.  Þegar ég kem heim verður þá rúmið mitt kannski uppáhaldsstaðurinn minn.  Síðustu nætur er mig búið að vera að dreyma heimkomu mína í ýmis konar búningum.  Sú versta var að það kom enginn að sækja mig!  Og það sem verra var að ég hafði ekki neinn áhuga á því að hitta fólk og það fyrsta sem ég gerði var að spila á píanóið... 


Hótel Jörð

          Lífið - kapphlaup við tímann.  Í dag er þegar á morgun.  Í gær er flogið langt í burtu og kemur aldrei aftur. Á morgun er bara á morgun og kemur jafn skjótt og það flýgur aftur í burt.                        

          Ánægja skemmtun og vellíðan er besta og dýrasta eldsneytið en verst er að það er illfinnanlegt.  Það þýtur yfir daga og vikur á ógnarhraða og eina leiðin til að stöðva það er að detta niður í leiðindi, vanlíðan og óskemmtilegheit...  Hvað ætlast maður eigilega til af þessum tíma, þessu lífi ? 

          Við viljum helst ekki að tíminn líði en ætlumst samt sem áður til að þess að hafa mest megnis af lífinu gaman... Manni er nú ekki allt fært.  Við erum þegar bókuð á Hótel Jörð sem er það besta í alheiminum, fáum gefins dvölina og það í allnokkur ár, eins lengi og við öndum að okkur loftinu.  Eitt af dóttufyrirtæki Hótel Jarðar, Hótel Ísland bauð mér pláss frá og með 17. júlí 2007 og fram að síðasta andardrætti mínum.  Ég hef heyrt að það sé eitt að þeim bestu í heiminum.  Þangað er heldur ekki hverjum sem er boðið, það eru víst bara 300.000 gestir svo nóg er plássið.  Mér skilst af öllu að þar sé rosalega fallegt...  Ég hef ákveðið að taka tilboðinu ! 

          

          

           Þetta einstaklega flókna mál, íslenska eins og það er kallað hefur runnið út úr munninum á mér síðustu daga.  Þannig er mál með vexti að hingað er komin Ragga (íslenskur skiptinemi) og reyni ég af bestu getu að hafa ofan af fyrir henni.  “Fête de la musique” eða tónistarhátið Frakklands var haldin hátíðlega þann 21. júní þar sem ég söng einnig á þessu forna máli, því var mikið lofað og allt gekk rosalega vel.  Síðan var haldið í sveitina þar sem hittur var fyrir annar Íslendinur, Arna Lára er hún nefnd.  Þar rötuðu fleiri íslensk orð í loftið ásamt frönskum slettum.  Við skemmtum okkur konunglega !  Þessa síðustu daga hef ég hinsvega ekki haft heppnina með mér en við glímdum við ýmis lestarvesen sem hins vegar leystist allt að lokum.  Þrátt fyrir óheppni hefur hlátur og gleði ratað inn um dyrnar mínar.    

 

Tónlist heimsins !

Hvað var í upphafi áður en heimurinn varð til ?  Hvaðan kemur þessi stóri listamaður sem bjó til þetta glæsilega listaverk ?  Við vitum ekkert og erum ekkert... Við erum á jörðinni sem er ein af plánetum okkar vetrarbrautar sem er ein af milljörðum í alheiminum.  Við getum komið með hinar ýmsu getgátur um hitt og þetta en aldrei neitt vitað fyrir víst, það er svolítið óþægileg tilfinning...  Getgáturnar geta verið réttar þar til eitthvað annað kemur í ljós...

Heimurinn er eitt risastórt tónverk sem þessi listamaður samdi, það fallegasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt.  Ég og þú erum nótur sem hljóma ekki eins.  Ég er heldur ekki alltaf eins, það fer eftir því hvernig ég er spiluð...  Stundum er ég spiluð löng, stundum stutt, stundum á píanó og í enn annað skipti á fiðlu...o.s.frv.  Stundum finnst mér ég hljóma vel en oft kemur fyrir að mér finnst ég örlítið fölsk.  En í þessu risastóra tónverki er ein nóta ekkert ofboðslega mikilvæg en allar voru settar á blaðið af einhverri ástæðu.  Sumar voru settar til að breyta einum kafla aðrar einungis til að hljóma en engu breyta en allar saman breyta tónverkinu; heiminum...  Það erum við sem þurfum að átta okkur á því hvernig við gerum mest gagn...hvernig getum við látið þetta tónverk verða ennþá fallegra en það er ?  Ef við spyrjum okkur engra spurninga fáum við engin svör.  Það er enginn hérna fyrir tilviljun en því miður eru sumir sem halda það og bíða allt lífið á krossgötum... sá fær aldrei nein svör og hljómar ekki sterkt í tónverkinu, jafnvel heyrist ekki.  Tónverkið mun halda áfram að eilífu og fyrstu nóturnar sem skrifaðar voru á tómt blaðið í upphafi eru þegar þagnaðar og hvíla sig til að gefa öðrum nótum tækifæri til að taka þátt í tónverkinu, aðrar eru farnar að dofna en gera þó gæfumuninn og geta ef til vill kennt þeim nýju hvernig best er að spila úr því sem við höfum.  Við erum hérna til að spila tónlist heimsins...Saman!

Stundum líður mér ekki vel og er ekki örugg með mig, þá er ég fölsk og hljóma ekki vel.  Það veltur yfirleitt á nótunum sem í kringum mig eru... og jafnvel blaðsíðunni sem ég er á; umhverfið.  Til að ég hljómi vel og til að mér líði vel þarf ég að vera á réttri blaðsíðu og meðal réttra nótna og það þarf ég að finna...  Sumar nótur geta hljómað vel hvar sem er og eru óháðar umhverfinu...eða sýnast óháðar en þá oft er það ekki sú rétta nóta heldur annað hlutverk sem sýnir sig.  Það hlýtur að vera erfitt að þurfa alltaf að þykjast vera önnur nóta en maður er!  Ég vel að velja mér umhverfið og þegar ég er meðal nótna sem mér líður ekki vel með er ég ekki spiluð rétt og þær nótur fá ekki að kynnast mér eins og ég er... En hinar fá hins vegar að kynnast mér rosalega vel og kunna þá betur að meta það sem ég er, hvernig ég er spiluð...

Ykkur finnst ég kannski spyrja mig of margra spurninga...en svörin fylgja spurningunum jafnvel þó bíða þurfi eða leita vel, það er svona sem mér mun takast að velja réttu molana!

Nú ætti ég að þekkja París betur en lófann á mér, söfn voru vel heimsótt, búðir fengu ekki mikla athygli og fæturnir fengu vel að þreytast og kynnast hverfum Parísar...  Ég féll kylliflöt fyrir ákveðnum hverfum og við komumst að því að París er ekkert svo stór allavega ekki þegar metro er vel notað.  Þessu fylgja að sjálfsögðu myndir sem eru inni á myndasíðunni minni.  

Í dag er mánuður þangað til að ég yfirgef heimilið mitt, fjsk og vini...en finn þó gamalt heimili, gamla fjsk og gamla vini sem mun þó mér virðast nýtt eftir eins árs fjarveru.   

 


Òvæntar uppàkomur

Lífið er stöðugt að koma manni à óvart með sínum óvæntu uppàkomum sem eru þràtt fyrir það engar tilviljanir.  Ég trùi því að allt eigi sér àstæðu og að ekkert gerist fyrir tilviljun.  Eins og svo skemmtilega var orðað í Forrest Gump : "Life is like a box of chocolate: you never know what you're gonna get."  Hingað til hef ég næstum því bara lent à góðum molum og með àrunum verða þeir betri og betri.  Maður lærir að þekkja molana og fer að velja betur og betur og sumum tekst jafnvel að meta eða nýta sér þà slæmu...  Jafn mikið og lífið kemur mér à óvart þà kem ég sjàlfri mér stöðugt à óvart.  Að koma sjàlfri sér à óvart er alveg ómetanlegt og veitir mér meira og minna bara ànægju...

Ég àttaði mig à því þegar ég var að kveðja bekkinn minn hversu lík við erum öll, sama hvort við komum frà Ìslandi, Brasilíu, Japan eða Frakklandi.  Við erum öll unglingar sem hugsum að mörgu leyti eins þràtt fyrir ólíka menningu, trùarbrögð, tungumàl, siði o.s.frv.  Við erum öll menn - homo sapiens ( ef nànar er farið ùt í það).  Þegar ég sé hversu vel það getur gengið og hversu vel maður nær að aðlagast nýjum lífshàttum þà spyr maður sig þeirra kjànalegu spurninga : "af hverju eru stríð í heiminum ?", "hvers vegna eru kynþàttafordómar til ?".  Það er vegna  þess að í heiminum er til eitthvað sem kallast illska !  Mér þykir samt eins og svo mörgum öðrum að öll dýrin í þessum stóra skógi sem við lifum í ættu að vera vinir. 

París tók að öðru leyti vel à móti mér og Paulu og erum við að njóta þess í botn !  Við erum komnar í sumarfrí sem er góð tilfinning eins og flestir ættu að þekkja.  Einkunnurinar mínar voru ekki af verri endanum og kvaddi ég bekkinn minn með smà bekkjartónleikum þar sem Arna Làra tók undir með sínum snilldar gítarhæfileikum !  En hùn kom og heimsótti mig og naut með mér síðustu skóladaga Frakklands... 


Nýr dagur býður upp á margt meira en hversdagsleikann

Nýr dagur, ný tækifæri, nýir möguleikar, nýtt val, allt þetta í mínum höndum !  Ný kynni, ný tækifæri... einnig í mínum höndum.  Lífið byggist að mörgu leyti upp á því að kynnast fólki... og er í flestum tilvikum í þínum höndum, það ert þú sem velur hvernig það gengur fyrir sig.  Það vill þó koma til að umhverfið hefur áhrif og lífið gengur ekki fyrir sig nákvæmlega eins og við viljum.  Kynnin sem þú býrð til yfir ævina eru óteljandi og ómissandi, það eru þau sem móta persónuna sem við verðum og erum.  Svo kemur að því að við þurfum að kveðja... við þurfum að byrja á einhverju nýju, búa til ný kynni...jafnvel endurnýja gömul kynni sem verða aldrei þau sömu.  Við breytumst og þar af leiðandi verða kynnin breytt, betri - verri ?  Eitthvað nýtt byrjar, eitthvað gott, eitthvað slæmt... nýr dagur, ný tækifæri...  Það sem gerir lífið ríkara og fallegra eru öll þau kynni sem við búum til um ævina, jafnvel þó að einn daginn þurfi að kveðjast verða þessi kynni að fallegum minningum.  Þessar fallegu minningar eiga góðan stað í hjarta hvers og eins og sumar minningar/kynni verða hluti af okkur.  Minningarnar geta verið fallegri en nútíðin sjálf vegna þess að maður gleymir slæmu hlutunum og man bara eftir þeim góðu.  Framtíðin bíður hins vegar upp á nýja nútíð sem seinna verður að minningum.  Þegar stígurinn klárast og ekki er meira pláss fyrir nýja nútíð og nýjar minningar er lífið bara fallegt.  Þegar stígurinn klárast er einungis það besta eftir - góðar minningar... 

Annars fyrir þá sem vilja fréttir af hversdagsleikanum og raunveruleikanum en ekki af draumaheimum hugsana minna: þið getið skoðað myndir af 18 ára afmæli Paulu sem var vel haldið upp á þar sem opnuð var kampavínsflaska og allt tilheyrandi... Myndirnar segja alla söguna...  Ein vika eftir af skólanum og farið er að hitna í kolunum fyrir Parísarferð systranna á laugardaginn næstkomandi.  

Mæðradagur Frakka var haldinn hátíðlega í dag þar sem "mömmu" var bannað að gera allt sem mömmur eiga að gera : þvo þotta, elda matinn o.s.frv.  Við afneytuðum að halda mæðradaginn hátíðlegan fyrir verslun, það er að segja að kaupa blóm, súkkulaði eða einhverja gjöf.  Það var vel metið á þessu heimili og átti "mamma" ásamt öllum góðan mæðradag.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband