Miðvikudagur, 26. júlí 2006
Úff
Frá og með deginum í dag eru einungis 36 dagar þar til ég verð á leiðinni til Frakklands. Ég verð þrjá daga í París og verð komin til fjölskyldunnar þann 3. september.
Au revoir !
Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. júlí 2006
Fjölskyldan mín í Frakklandi
Claire er hjúkrunarfræðingur í skóla og er 51 árs.
Claude er 50 ára hann er verkfræðingur og vinnur mikið, er stundum í burtu 2-3 daga vikunnar.
Þau hjóla mjög mikið, og eru mjög "fit". Þau eiga þrjá syni, þá :
Xavier er 26 ára og vinnur hjá sínu eigin fyrirtæki sem heitir IPCUBE. Hann á kærustu sem heitir Fanny og hún er ólétt og á von á sér á janúar, svo ég verð viðstödd þá.
Alain er 24 ára og ásamt Héléne býr hann í Marseille en er á leið til Montreal (Kanada) í eitt ár. Hann er listamaður en hún spilar á selló.
Thomas er 21 árs og er að læra að verða smiður. Hann flyst á milli staða á hálfs árs fresti (vegna vinnu) nýlega hefur hann verið í Perigueux sem er í suð - vestur Frakklandi.
Ég og Paula förum í eins áður sagði kaþólskan einkaskóla sem heitir Jean XXIII.
Þau búa í Montigny les Metz sem er úthverfi Metz og ekki svo langt frá Nancy.
Paula er 17 ára og býr í Vitoria í Brazilíu, henni finnst gaman að fara í ræktina og að lesa bækur. Foreldrar hennar eru læknar og hún ætlar í læknisfræði. Hún hefur aldrei smakkað áfengi né reykt og er voða góð stelpa, heyrist mér.
Ásbjörg
Bloggar | Breytt 26.7.2006 kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 18. júlí 2006
Styttist í brottför
Nú styttist óðum í að leið mín liggi til Frakklands. Brottför verður þann 1. september nk. og get ég ekki neitað því að smá fiðringur sé kominn í magann. Ég er komin með fjölskyldu í Norð - austur Frakklandi, nánar tiltekið í Metz sem er við landamæri Luxemborg. Fjölskyldan samanstendur af Claire, Claude og þremur sonum þeirra sem eru allir fluttir að heiman. Þau sóttu þess vegna um að fá tvo skiptinema. Þar verð ég semsagt ásamt stelpu frá Brasilíu, Paulu sem er 17 ára. Við förum í kaþólskan einkaskóla vegna þess að ekki var pláss fyrir okkur í venjulegum skóla.
ása kveður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)