Vænlegt haustfrí !

Þessa vikuna hef ég haft meira en nóg að gera.  Á miðvikudaginn var byrjaði ég semsagt í nærri því tveggja vikna haustfríi, sem er rosalega notalegt.  Og þann sama dag var ball skipulagt af einhverjum öðrum skóla en við Paula skelltum okkur með einni stelpu úr bekknum okkar.  Það var rosalega gaman, ég dansaði eins og ég ætti lífið að leysa.  Þetta er örlítið ólíkt heima á Íslandi, þarna voru krakkar frá 15-18 ára og allir að drekka á ballinu, það er "leyfilegt" hérna.  Svo er dansað uppi á borðum og stólum og verulega sveitt andrúmsloft og já öðruvísi tónlist.  En fyrir öllu er að ég skemmti mér mjög vel og við komum ekki heim fyrr en um 5 leytið.  Daginn eftir var svo engin pása, fórum í matarboð til konu sem vinnur með Claire og eyddum öllum deginum þar.  Á föstudaginn hittum við svo aðra skiptinema sem eru með Rotary Club og eyddum öllum deginum einnig með þeim, borðuðum, fórum í bíó og á kaffihús. 

Á mánudaginn birtist óvæntur gestur á heimilið, eða það er að segja fósturbróðir minn Thomas.  Hann mun eyða fríinu sínu hérna.  Hann er rosalega skemmtilegur og erum búin að fara í eitt partý með honum sem var líka rosa fínt, sungið og spjallað.  Það er víst eitthvað sem er sameiginlegt með flestöllum löndum.  Á miðvikudaginn fengum við svo annan óvæntan gest en það er strákur frá Austurríki, Gerhard sem er að fara að skipta um fjsk. og dvelur hérna þangað til nýja fjsk. tekur á móti honum eða í viku. 

Helgin hefur svo farið í það að spila fótbolta svo ekki sé meira sagt. 

Í nótt græddi ég einn klukkutíma vegna þess að við skiptum úr sumartímanum.

Annars hef ég það bara gott þó svo að suma daga sé þetta örlítið erfitt, en þegar dagarnir eru svona troðfullir hefur maður engan tíma til að hugsa um erfiðleikana en þegar ekkert er að gera þá hefur maður tíma til að hugsa og allt er svo tómlegt.  Það er samt ekkert nema eðlilegt og ég reyni bara að njóta lífsins. 

ÁsbjörgGlottandi

 


Bloggfærslur 29. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband