Kólnandi veður í Frakklandi !

Það kemur víst líka vetur í Frakklandi eins og á Íslandi.  Hitinn er frá 10-15 °C en virðist vera enn kaldara vegna rakans.  Í kjölfar kuldans veiktist ég í vikunni og það var skal ég ykkur segja ekki gaman.  Það var rosalega skrýtið að vera veikur í Frakklandi, ekki heima hjá sér en þar sem dvölin er tæpt ár þá ætti maður varla að komast af án þess að veikjast smá.  Ég var samt fljót að ná mér þar sem hjúkrunarfræðingurinn Claire dældi í mig ýmsum tegundum af lyfjum.  Svo í vikunni var ekki spilaður neinn fótbolti og lítið gert, engin kaffihús þessa vikuna. 

Hinsvegar var helgin alveg hreint frábær.  Beint eftir skóla í gær keyrðum við upp í sveit til að fara í AFS camp ásamt skiptinemunum sem eru hérna í nágrenninu.  Þar mátti finna fólk frá hinum ýmsu löndum svo sem Íslandi, USA, Austurríki, Brasilíu, Ítalíu, Guatamala og Costa Rica.  Þetta var hin besta skemmtun og hreint frábært að hitta Örnu Láru.  Það var kannski töluð of mikil íslenska að sumra mati en það var alveg frábært.  Við fórum í gamla prentsmiðju í Epinal og dvöldum svo í sumarbústað einnar fósturfjölskyldunnar þar sem var borðað, talað mikið, setið við varðeld og sofið í svefnpoka og kuldinn á við íslenska útilegu.  Vaknað og borðað meira og svo var ekkert annað að gera en að undirbúa næstu máltíð og enn var borðað.  Nánast allt snerist um að borða.  Síðan var brunað heim í tómleikann, það er svo skrýtið að koma svona heim og hafa ekker fyrir stafni nema aðra 6 daga skólaviku eftir svona skemmtilega helgi.  Ég kannast meira að segja líka við þetta heima á Íslandi. 

Það gat ein stelpa borið fram nafnið mitt RÉTT - hún er frönsk en hún var skiptinemi í Finnlandi.  Það vakti mikla lukku. 

En að vana bruna ég af stað inn í næstu viku með bros á vör.  Ekki annað hægt Hlæjandi

Væntanlegar skemmtilegar myndir frá franskri útilegu og fleiru. 

Kveð í bili,

Ásbjörg


Bloggfærslur 8. október 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband