Mætt í kastalann !

Þessi vika var örlítið frábrugðin öðrum vikum þar sem "litlu stúdentsprófin" voru frá og með miðvikudeginum.  Ég tók frönsku, landafræði og ensku og enn er eftir stærðfræði.  Þar sem ég þurfti ekki að taka fleira var ég bara í fríi á miðvikudag, föstudag og laugardag en skellti mér í öll þrjú prófin á fimmtudeginum. 

Fyrst að enginn skóli var þá ákvað ég að dekra aðeins við mig, fór í klippingu og litun, plokkaði og litaði á mér augabrúnirnar afþví ég var orðin eitthvað hálfþreytt á mér og var slæm í húðinni sökum kólnandi veðurs.  Svo eitt kvöldið áður en ég ætlaði að lita á mér augabrúnirnar ákvað ég að þrífa á mér húðina og fann til þess einhverja prufu sem ég hafði fengið gefins frá líkamsræktarstöðinni.  Ég skrúbba á mér andlitið með þessari prufu og læt vera í svona 5 mín, en fann til mikils sviða og ákveð þá að spyrja Paulu hvort þetta sé ekki örugglega fyrir andlitið og við lesum á pakkninguna og er þetta þá ekki fyrir neðan mitti og með einhverju öðru sýrustigi og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég þríf þetta í snarhasti af mér og fyrir vikið var ég ennþá rauðari heldur en áður og verri í húðinni.  Ég tek það fram að ég las ekki á pakkninguna áður en ég setti þetta á mig og veit hreinlega ekki afhverju ég gaf mér það að þetta væri fyrir andlitið, en svona er þetta Blush  Mér tókst hins vegar að fara vandræðalaust í klippingu og litun þó svo ég hafi ekki beint verið sátt eftir það, þar sem hárgreiðslukonan skipti í píku og blés hárið á mér svo ég var eins og gömul kelling. 

Núna er ég samt voða sátt, búin að gera hárið mitt sjálf og satt best að segja tókst mér að finna mér úlpu og skó líka. 

Afmæli mömmu Claire undirtók alla helgina en var hins vegar alveg frábært.  Í gær var öll fjölskyldan saman komin í einhverjum voða flottum kastala þar sem hann var skoðaður og þar var borðað undir kristalljósum.  Svo voru sumir heppnir og fengu að gista í kastalanum í flottum prinsessuherbergjum en þeim hópi fylgdi ég ekki en við gistum hjá mömmu Claire.  Svo var vaknað snemma til að undirbúa sig fyrir messu en haldin var sér messa bara fyrir fjsk. og vini.  Þar var sungið og spjallað og borðaður ágætis matur.  Þessum ósköpum lauk svo rétt í þessu þar sem við vorum að renna í hlaðið heima. 

Uppgefin Sick og við tekur venjuleg skólavika sem ætti annars ekki að vera svo slæmt.  Stundum er bara gott að komast aftur í hversdagsleikann Halo 

Í þetta sinn fáið þið hinsvegar að sjá myndir af herlegheitunum...

Ykkar,

Ásbjörg


Bloggfærslur 19. nóvember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband