Sunnudagur, 26. nóvember 2006
Gott að lifa...
Þá er ég bara búin í prófum og byrjuð á nýrri önn því hérna eru þrjár annir. Prófin gengu ágætlega en seinasta prófið var stærðfræði sem gekk betur heldur en seinast, en ég náði að klára það þrátt fyrir mikinn texta. Ég fékk út úr landafræðiprófinu og fékk ekki nema 7 en það var ekkert vitlaust heldur líkaði kennaranum ekki skriftin mín og hvernig ég litaði kortið, ég hélt að ég væri ekki ennþá í barnaskóla og var þess vegna einungis að reyna að koma kunnáttu minni á framfæri ekki listahæfileikum. Þetta er Frakkland !
Annars er ég bara búin að hafa nóg að gera, fór í afmæli hjá einni fótboltastelpunni, sá/hlustaði á Requiem Mozart sem var alveg frábært. Og í dag tók ég herbergið mitt alveg í gegn og fór í gegnum peningamálin mín sem standa þannig að ég hef eytt rosalega miklum peningum. Mér virðist alltaf takast að gera það.
Það eru hreinlega bara að koma jól, bærinn er orðinn fullur af jólaljósum og búið er að setja upp jólamarkaði út um allt sem er ansi gaman að skoða og ég verð að viðurkenna að þegar ég sé þetta núna er ég bara orðin pínu spennt fyrir jólunum í útlandinu.
Af öllu að dæma hef ég það bara gott í Frakklandinu um þessar mundir og engir erfiðleikar stíga inn um mínar dyr að svo stöddu. Þó svo að það komi stundum smá tómarými þar sem mannig gefst tími til að leiðast smá þá er það eins og gengur og gerist.
Ásbjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)