Föstudagur, 1. desember 2006
Er einhver fullkominn ?
Fullkomnunarárátta er streituvaldur. Gerðu mistök til þess einsa að sýna fram á að ekkert slæmt eigi eftir að gerast ef þú klikkar. Brenndu matinn, draslaðu út og klúðraðu samtölum. Himnarnir hrynja ekki. Hvílíkt frelsi.
Þetta sagði stjörnuspáin mín einn daginn þegar ég kom heim og taugarnar mínar gjörsamlega að gefa sig vegna þess að ég fékk út úr stærðfræðiprófinu(æfingastúdentsprófinu) og ég fékk 8,8 var að sjálfsögðu ekkert annað en sátt með það þangað til ég kemst að því að Paula fékk 9,8 ! Ég náttúrulega verulega pirraði mig yfir þessu og skil ekki afhverju hún þarf alltaf að vera með betri einkunnir en ég í skólanum þar sem að auki þá lærir hún ekki meira en ég ef eitthvað er þá lærir hún mun minna en ég.
Þennan sama dag var það ég sem átti að elda matinn í hádeginu, ég virkilega hugsaði um að brenna matinn en ég gerði það ekki vegna þess að ég vil reyna að gera allt FULLKOMIÐ. Það er bara ekki hægt. Ég geri eins vel og ég get. Ég get ekki krafist meira af mér. Hinsvegar komst ég einnig að því að ég get notað árið í að æfa mig að verða besta dóttir í heimi þegar ég kem heim til mömmu og pabba. Það ætti ekki að vera of erfitt þar sem ég er sú eina.
Ég hugsa að ég og Paula séum hvor annarri jafn erfiðar. Hún þolir ekki að ég skuli geta eldað, farið að hjóla með Claire og Claude, sungið, æft íþróttir o.s.frv. Einnig fer það innilega í taugarnar á henni að ég skuli tala jafn vel og hún eins og staðan er í dag. Svona er að eiga "systur" - endalaus samanburður. Hann getur bæði hjálpað manni en á sama tíma verið manni ansi óhagstæður.
Kom ég ykkur ekki á óvart ? Það er ekki sunnudagur í dag ! Ég ákvað að vera ekki of fyrirsjáanleg í þessum bloggbransa. Ég var orðin leið á sunnudagsblogginu ásamt fleirum. Það bárust fyrirspurnir um að breyta aðeins til.
Annars bíð ég spennt eftir helginni þar sem við munum vera í Nancy að sjá jólasveininn ! Aldeilis flottheit á AFS. En þetta er ekki kaldhæðni - þetta er svona hefð hérna og heitir jólasveinninn St. Nicolas og ég segi satt að ég hlakka til - þar sem þetta er hluti af því að kynnast öðruvísi menningu. Hérna fæ ég sko ekkert í skóinn, engir 13 jólasveinar. Bara þessi eini sem ég held að gefi nammi.
Vous me manquez trop ! J'éspere que je vous manque aussi, et en fait je suis sure. Bisou
Aucha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)