Sunnudagur, 24. desember 2006
Gleðileg jól !
Ég vil byrja á því að óska landsmönnum öllum, nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kertasníkir virðist svo hafa gert sér sér ferð alla leið til Frakklands til að gefa mér og Paulu í skóinn, ekkert smá sátt með hann. Eftir allar áhyggjurnar sem ég var búin að hafa yfir að fá ekki í skóinn þá létti þetta á.
Þar sem ég er stödd í Frakklandi þá verða jólin að sjálfsögðu frábrugðin þeim íslensku. Ég er þegar búin að opna pakkana mína vegna þess að í kvöld þá verða 30 manns hérna í mat, öll fjölskyldan hans Claude. Kvöldið verður með sérstöku sniði, fólkið kemur um 8-9 leytið, þá er kampavín með öllu tilheyrandi og þar á eftir fara þeir sem á því hafa áhuga í kirkju. Þannig að kvöldmaturinn verður líklega borðaður svona um miðnætti og af því að dæma hversu langan tíma frakkar taka sér í að borða vanalega þá býst ég ekki við því að á jólunum sjálfum verði minni tími tekinn í það, svo þegar þið verðið komin í rúmið, fólkið gott þá verð ég líklega enn að borða kvöldmatinn.
Jólaskapið kom seint en kom þó, þar sem ég var í skólanum til hádegis í gær, þá var ekki mikill tími til að hugsa um þessi blessuðu jól. Svo halda herlegheitin áfram á morgun með afmæli og ég vona einhverju tilheyrandi. Þá mun litla jólabarnið verða 18 ára.
Að lokum sendi ég stórt jólaknús til allra !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)