Tími hvað ?

Ég var að velta fyrir mér að ég held ég hafi aldrei áður hugsað jafn mikið um tímann, hvort hann líður hratt, hægt, hvað er langt síðan ég kom og svo framvegis.  Þá áttaði ég mig á því að það er ekkert nauðsynlegt að vera alltaf að pæla - jæja núna er ég búin að vera hérna í 3 og 1/2 mánuð og 7 eftir.  Málið er einfaldlega bara að njóta lífsins !  Er lífið annars ekki til þess ?  Á mon avis, oui Whistling Svo sá ég eina rosa góða setningu málaða á vegg niður í bæ.  Prendre le temps sinon il te prend :  Taktu þér tíma því ef ekki þá tekur hann þig.  Þetta er alveg rétt.  Önnur pæling um þetta franska líf.  Mér finnst að ég eigi að venjast lífinu hérna og finnast það bara hversadagslegt og allt það en á sama tíma þá verð ég aðeins að pæla í því að þetta er ekkert sjálfsagt að fá að búa hérna í Frakklandi hjá frábærri fjsk. og hafa það bara alveg rosalega gott. 

Það gengur ekki upp að rífast á frönsku, ég er þegar komin með reynslu í því.  Það var gjörsamlega misheppnað. 

St. Nicolas í Nancy var frábær helgi.  Við sáum frekar slappa flugeldasýningu sem einnig fór eitthvað úrskeiðis þar sem sumir fengu flugeldana beint á sig.  Það kryddaði hinsvegar aðeins upp á flugeldasýninguna.  Hitti Örnu Láru og viti menn við Íslendingarnir notuðum einungis frönskuna og gekk það bara ljómandi vel. 

Desember virðist ekki leggjast vel í Frakka.  Það eru allir þreyttir og pirraðir og eftir því sem ég best kemst að er það vegna þess að allir eru orðnir æstir í að fá frí, þeim þykir langt síðan við vorum í fríi.  Það er aðeins öðruvísi en á Íslandi.  Það er ekki nema rúmur mánuður síðan við vorum í næstum 2 vikna fríi.  Svona eru þessir Frakkar skrýtnir.

Ásbjörg


Bloggfærslur 9. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband