Styttist í brottför

Nú styttist óðum í að leið mín liggi til Frakklands.  Brottför verður þann 1. september nk. og get ég ekki neitað því að smá fiðringur sé kominn í magann.  Ég er komin með fjölskyldu í Norð - austur Frakklandi, nánar tiltekið í Metz sem er við landamæri Luxemborg.  Fjölskyldan samanstendur af Claire, Claude og þremur sonum þeirra sem eru allir fluttir að heiman.  Þau sóttu þess vegna um að fá tvo skiptinema.  Þar verð ég semsagt ásamt stelpu frá Brasilíu, Paulu sem er 17 ára.  Við förum í kaþólskan einkaskóla vegna þess að ekki var pláss fyrir okkur í venjulegum skóla. 

ása kveður Svalur


Paula (til vinstri)

Bloggfærslur 18. júlí 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband