Sunnudagur, 20. ágúst 2006
Frakkland ekki langt undan...
Nú er ekki ýkja langt í að dvöl mín í Frakklandi hefjist, í dag eru 11 dagar þangað til ég fer af landi brott. Það er semsagt búið að breyta brottfarardeginum, ég fer 31. ágúst kl 7:40 en ekki 1. sept eins og áður hefur komið fram. Spennan magnast en einnig stressið. Ég er með "feitan" fiðring í maganum, sem er að sumu leyti gaman.
Nú fer skólinn að hefjast hjá MH-ingum, skrýtið að vera ekki að byrja í skólanum, en ansi huggulegt þó. Ég er búin að selja bækurnar mínar og ætla svo að kaupa mér bunka af frönskum orðabókum fyrir innleggsnótuna.
Ég hef þegar planað dagana þangað til ég fer og verð að segja að það er ekki mikill tími aflögu, nánast allt bókað : matarboð, út að borða, kaupa gjafir, hitta vinina, keppa, æfa, vinna smá, vera með fjölskyldunni, pakka og síðast en ekki síst slaka aðeins á (það er víst nauðsynlegt).
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá Verslunarmannahelginni á Akureyri. Þær eru inni í Albúm, undir "Verslunarmannahelgin". Njótið.
Ásbjörg kveður að sinni
Bloggar | Breytt 21.8.2006 kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)