Sunnudagur, 10. september 2006
Vika búin ............vikur eftir
Þá er ég búin að dvelja viku hjá fóstur - fjölskyldunni minni og dvölin hefur vægast sagt verið mjög góð. Mér líður eins og ég sé búin að vera hér miklu lengur en viku, en svo er ekki. Það er frá mörgu að segja þessa fyrstu viku.
Skólinn: Skólinn hér er mjög fínn, margir skemmtilegir krakkar og allir eru mjög næs við okkur. Það er þó önnur saga tímarnir þar sem kennarinn blaðrar á 100 km hraða á frönsku - þá bara skil ég hvorki upp né niður en tek þó eftir framförum því í byrjun vikunnar skildi ég ekki eitt orð en nú er ég farin að ná einu og einu orði inn á milli. Já skóli á laugardögum - það er þó ekkert svo slæmt það er bara leikfimi frá kl 10-12 og mér þykir leikfimi ekki leiðileg svo þetta kemur út á sama og éf ég færi að hlaupa....
Fótbolti: Ég er komin í fótboltalið hérna sem er um 20 km akstur að heiman. Þjálfarinn sækir mig alltaf heim. Skólastjórinn reddaði þessu einhvernveginn og þjálfarinn kom bara að tala við mig fyrsta skóladaginn. Liðið heitir ESAP og er ansi sterkt, það eru um 20 stelpur að æfa, misgóðar. Við æfum tvisvar í viku á mið og fös. Ef stelpur hafa gaman af íþróttum þá eru þær bara STRÁKAR, eins og hálft liðið er - þær klæða sig eins og strákar, eru með stutt hár og haga sér bara eins og strákar á alla vegu.
Helgin: Var mjög fín, í gær var skóli og eftir skóla fórum við ásamt Claude upp í sveit til afa og ömmu Fannyar sem er kærasta Xaviers og þau búa einnig þar, vorum að vinna í garðinum og veðrið var frábært, vorum til 8 og ég var enn á hlýrabolnum þá og mér var heitt. Keyrðum heim og borðuðum kvöldmat sem Claire hafði undirbúið. Spjölluðum og höfðum það kósý, hér er farið mun fyrr að sofa en heima, kl 9-10 þegar skólinn er og einnig um helgar.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir úr Arrival campinu, þær eru undir myndaalbúm - arrival camp.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Ásbjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)