Sunnudagur, 17. september 2006
Skóli lífsins !
Já, hér lærir maður margt nýtt ! Menningin er svo ólík en samt svo gaman að kynnast nýrri menningu. Ég held ég hafi aldrei verið jafn reglusöm og eftir að ég kom hingað, herbergið mitt er alltaf í röð og reglu því hér eru gerðar kröfur um það og farið að sofa ekki seinna en 10, TAKK ! Svo ég fæ minn 9-10 tíma svefn- sem mér veitir reyndar ekki af því maður verður ekkert smá þreyttur á að hlusta á frönsku allan daginn og reyna að skilja og reyna að tala.
Ég er búin að stunda kaffihús OF mikið en það er ansi franskt svo við skulum segja að það sé ekkert svo slæmt og þar sem ég drekk ekki kaffi þá kemur þetta ekki á minn kostnað. Mig langar reyndar að kaupa ALLT í búðunum hérna, rosalega mikið af flottum vörum - en maður leyfir sér ekki að lifa eins og einhver túristi, kaupi bara nauðsynjar (ennþá).
Ég er farin að tala alveg helling frönsku og gengur bara rosa vel, fyrir utan að ég er með minn fallega íslenska hreim og á ansi erfitt með að bera fram sum orð. En til þess að æfa það er ég að lesa bók fyrir Claire - tvær bls á dag og geri svo útdrátt mér líður eiginlega eins og ég sé í 6 ára bekk
en enginn sagði að þetta yrði auðvelt.
Helgin, ef hægt að er að kalla helgi þegar skólinn er á laugardögum, þá er nú ekki ansi löng helgi. Allavega var hún góð. Eftir skóla í gær fórum við Paula niður í miðbæ að VERSLA en ekki hvað keypti eins og ég segi, nauðsynjar, nærföt og fótbolta. Kíktum svo á kaffihús með stelpu sem heitir Eludie og er rosa fín og á kaffihúsinu voru fullt af krökkum úr skólanum.... og svo var haldið áfram að versla og strætó tekinn heim. Þegar heim var komið var brunað upp í sveit til mömmu og pabba Claudes í matarboð. Þar var nú borðað mikið - forréttur, aðalréttur, ostar og eftirréttur....úfff
Og hver haldiði að hafi grillað, það var sko amman sem grillaði, ansi svöl
afinn gerði ekki NEITT
Ætli þetta sé ekki gott í bili,
Kveðjur frá Frakklandi
Ásbjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)