Laugardagur, 2. september 2006
Arrival camp !
Nú er "arrival campið" hafið og hefur nánast tekið enda. Við fórum semsagt í gær á nýtt hótel þar sem allir skiptinemarnir sem munu vera í ár í Frakklandi eru, við erum um 260 að ég held, rosa mikið af fólki. Voða gaman, maður hittir nýtt fólk og spyr bara að því hvað það heitir, hvaðan það er og hvar það verður í Frakklandi. Svo verður bara vandræðaleg þögn.
Við Íslendingarnir erum svo miklir hlunkar ; við erum alltaf svöng, það er borðað kl 8, hálfeitt og svo 7, það nægir okkur ekki og við gerum ekki mikið annað en að segja hvað við erum svöng. Svo er maturinn ekkert alltof góður á þessu hóteli svo við borðum ekki einu sinni mikið þegar við borðum. Borðum aðallega kál og drekkum klórvatn
Fórum inn í París í dag að skoða Eiffelturninn, Sigurbogann og Notredame. Alveg frábært, tók fullt af myndum og myndavélin orðin batteríslaus.
Kl 9:45 í fyrramálið tek ég rútu upp á lestarstöð og svo lest til Metz, þar sem "mamman" mun taka á móti okkur kl 4. Er orðin ansi spennt og hrædd og stressuð og allt en hlakka líka svaka til...
Au revoir !
Ásbjörg/ Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)