Laugardagur, 23. september 2006
Á fleygiferð !
Líðandi vika flaug fram hjá mér ansi hratt sem má bæði telja gott og slæmt. Það var bara mánudagur og skyndilega koma föstudagur....
Svona til gamans að geta þá var mín 5 mann fjölskylda dreifð um 4 lönd síðastliðna viku, sem mér þykir ansi spes ! Einnig má geta þess að ég er í 25 mann bekk og það eru einungis 4 strákar og leitt að segja þá er enginn þeirra sætur
Það verður víst að viðurkennast að ég er aldursforseti bekkjarins, flestir eru tveimur árum yngri en ég en inni á milli leynast fallistar sem já eru þá einu ári yngri en ég - ég spyr : ætti mér þá að líða eins og tvöföldum fallista ?
Skólinn gengur vel að vana, fótboltinn einnig og mér líður vel.
Í gær fór ég á fótboltaæfingu og eftir æfinguna fór ég ásamt stelpunum að borða og eftir á kaffihús og skemmti ég mér alveg konunglega. Það var rosa gott að vera án Paulu vegna þess að þá var ég mun duglegri að tala og það var einnig mikið hlegið. Ég kom heim að verða eitt og skóli í morgun kl 8, en maður er nú vanur slíku á klakanum en hérna þykir þetta ekki eðlilegt. Claire segir að nú þurfi ég bara að hvíla mig í allan dag og geti ekki gert neitt næg er nú samt orkan í mér
Á morgun erum við að fara eitthvað út á land að hitta fjölskyldu Claire og lagt verður af stað kl 9, takk fyrir ! Svo á þessu heimili verður farið að sofa ekki seinna en 10-11. Paula er að fara að gera eitthvað ásamt kirkjukrökkunum í kvöld svo ætli ég taki mér ekki Friends og reyni að læra svolítið af því, það er ansi gott fyrir mig að hérna er allt sjónvarpsefni, þættir og bíómyndir með frönsku tali... svo þegar horft er á sjónvarpið þarf maður ekki að hafa samviskubit yfir að vera ekki að læra frönsku
Síðasta sunnudag fór ég ásamt Paulu til Nancy sem er dálítið stærri bær en Metz og margt flott að sjá þar. Setti inn myndir frá því. Fleiri myndir væntanlegar, í næstu viku.
Ég bið að heilsa öllum heima, sakna allra.
Kveðja frá Frakklandi(úr hitanum)
Ásbjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)