Sunnudagur, 21. janúar 2007
Nýtt líf !
Það er komin lítil stelpa í heiminn ! Á hádegi þennan yndislega sunnudag fæddist lítil stelpa, loksins komin stelpa í fjölskylduna, eftir 3 stráka og held ég að allir séu ofboðslega sáttir með það. En Xavier "bróðir" minn var svo heppinn að fá litla stelpu í hendurnar sem Fanny er búin að bera undir belti síðustu 9 mánuðina. Claire og Claude eru orðin amma og afi ! Er lífið ekki yndislegt ? Si, la vie est belle... Það kemst ekki mikið annað fyrir í heilanum á mér þessa stundina þar sem gleðin á heimilinu fyllir öll horn og skúmaskot. Fleiri hlutir sem gera lífið ennþá yndislegra fyrir fjölskylduna. Týndi "bróðir" okkar kemur heim í dag. Alain sem bjó í Kanada kemur semsagt heim alfarið en við héldum að við myndum aldrei sjá hann, en plön geta breyst.
Í mínu einkalífi eru líka hlutir sem gera lífið frábært. Innan við mánuður er í að ég fái að sjá BRÓÐIR minn. Já, alvöru bróðir minn. Hann Björn Steinar kemur að heimsækja mig eftir akkurat einn mánuð og Íris (kærastan hans) kemur líka. Svo skrýtið að ég sé aldrei búin að sjá hana en jú lífið heldur víst áfram þó svo ég sé ekki viðstödd. OG eftir 2 og hálfan mánuð fæ ég svo að sjá litla BRÓÐIR minn sem er víst ekki ennþá lítill og ef ég skil rétt er hann líklega búinn að ná mér. Já, hann heldur áfram að stækka þó svo ég sé ekki viðstödd. Og síðast en ekki síst mömmu og pabba ! Ég ætla að vona að þú séu ekki búin að breytast, kannski er mamma orðin stærri en ég og pabbi mjórri en ég, hver veit ? Já allar sorgir og öll mín tár þau ætla að víkja frá.
Í síðustu viku var ég með fyrirlestur um íslenskt skólakerfi. Ég var búin að undirbúa mig alveg ofboðslega vel. Tók upp og hlustaði margsinnis og áttaði mig á því að ég tala ekki jafn vel frönsku og ég hélt. Ég er með alveg hrikalega sterkan íslenskan hreim sem áður hafði ég engan veginn áttað mig á, ég hélt að ég talaði alveg rosalega vel varla með hreim en nei ! Ég kvarta hins vegar ekki að hafa rekið mig á þetta, það gerir ekkert annað en að hjálpa mér að tala betur. En ég skal svo segja ykkur eitt ! Ég stóð mig bara ansi vel, ég var rosalega sátt með þetta, var búin að undirbúa 10 min fyrirlestur en talaði í a.m.k 30 min og allir voru rosa ánægðir með litla Íslendinginn. Þetta gleður lítið hjarta með fullkomnunaráráttu.
Il faut que tu t'aime avant que quelqu'un peux t'aimer. Meme chose avec ta voix. Il faut d'abord que t'apprends a aimer ta voix avant que les autres peux l'aimer. (Þú þarft að elska sjálfan þig áður en einhver annar getur elskað þig. Það sama á við um röddina þína. Fyrst þarf þú að læra að elska röddina þína áður en hinir geta elskað hana.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)