Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó....

Á föstudagskvöldið gerðust undur og stórmerki, Paula sá snjóinn í fyrsta skiptið á ævi sinni.  Daginn eftir var hann allur farinn og Paula var ansi leið að hafa ekki geta gert snjókall.  Hún fékk allavega 5 sms til að láta hana vita að það snjóaði svo það færi alveg örugglega ekki fram hjá henni.  Ég get vel viðurkennt að ég sakna snjósins alveg pínu.

Á laugardaginn gerðust einnig frábærir hlutir en ég fann lítinn Íslending bíða eftir að verða sótt á lestarstöðina.  Við skemmtum okkur ansi vel, fórum á útsölur og gerðum ansi góð kaup.  Það var algjör paradís fyrir Örnu Láru að komast að versla í Metz þar sem hún býr einhverstaðar út í "rassgati".  Það var líka algjör paradís að tala íslensku.  Það var elduð pítsa, sungið hástöfum langt fram á nótt og svo var víst samið lag. 

Síðustu daga er ég búin að reyna að læra að vera smá kærulaus stundum.  Það er víst nauðsynlegt þegar gengur ekki eins og vel og maður vildi, stundum verður manni bara að vera sama.  Ég fékk nefnilega ekki góða einkunn í stærðfræði en samt betri heldur en flestir í bekknum og ég ákvað svona bara að vera ekkert að pirra mig á því.  Það bætti það líka bara upp að ég stóð mig ansi vel í tímaritgerð í frönsku en einnig í sögu - og enskuprófi.  Átttaði mig líka bara á því að vera að pirra sig eitthvað hjálpar bara ekki neitt, maður verður bara að læra af mistökunum og gera betur næst.  Maður á það víst til að vera of strangur við sjálfan sig og stundum það mikið að manni tekst ekki að fylgja sínum eigin reglum og þegar það gerist er maður að sjálfsögðu ekki sáttur.  Lausnin er að vera minn stangur við sjálfan sig, vera kærulaus.  Whistling


Bloggfærslur 30. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband