Mánudagur, 8. janúar 2007
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga....
Vissuð þið að ég er orðin 18 ára svo hérna í Frakklandi má ég gera allt sem ég vil en það mun breytast þegar snúið verður aftur á klakann. Svo er komið nýtt ár svo ég get sagt að ég sé aaalveeeeg að verða 19... ekki satt ? Betri tíðin er komin, vonandi með blóm í haga og jafnvel sæta langa sumardaga, hver veit ?
Áramótin í Normandie voru ansi góð en vorum við staðsett í sumarbústað ansi stórum samt og var um það bil 40 manna veisla. Svo það var gerður matur fyrir allan skarann og við sem komum fyrst sáum um það en "gestirnir" sköffuðu áfengi. Þemað var að vera grímuklæddur einhverju sem byrjar á s og það hafði gleymst að segja okkur það en við gátum bjargað okkur með að segja að ég væri sunnlendingur og Paula suður- amerísk. Síðan var haldið til Parísar þar sem túristatúrinn var tekinn og ansi menningarlegur - ekkert búðarráp.
Talandi um París þá verð ég að koma því á framfæri að Parísarbúar keyra alveg hreint eins og brjálæðingar og ég var bara skíthrædd en Thomas stóð sig samt vel, ég hefði sko aldrei treyst mér til að keyra þarna. Það er kannski hægt að segja líka bara að Frakkar séu ekki hinir bestu bílstjórar. Claire er til að mynda búinn að klessa bílinn 4 sinnum það sem af er dvölinni. Fyrstu 3 skiptin voru fyrsta mánuðinn.
Þá er bara skólinn byrjaður aftur og það tekur á.... það er alltaf jafn erfitt. Hlakka samt til að komast aftur í hversdagsleikann en þetta var hinsvegar ansi gott frí.
Ég er búin að setja inn myndir frá jólum og áramótum en á eftir að setja inn Parísarmyndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)