Framtíðaráform ?

Þessa dagana vildi ég óska þess að tíminn liði hratt eins og eldflaug en hægði svo á sér þann 21. febrúar, þegar Björn Steinar kemur í heimsókn.  Það er svo fyndið og svo koma svona dagar þar sem allt gengur alveg ótrúlega vel og dagurinn er bara skemmtilegrar en allt og þá vil ég bara að tíminn stoppi og ég vil ekki fá næsta dag af hræðslu við að hann verði ekki jafngóður. 

"Við skiljum lífið með því að líta til baka, en við getum einungis lifað því með því að horfa fram á við".  (Sören Kierkegaard) 

Þá er ég komin í tveggja vikna frí og verð eigilega að viðurkenna að ég er ekkert voðalega hamingjusöm með það, ég væri meira til í að vera heima að gera ritgerð í íslensku eða eitthvað þess háttar.  Paula yfirgaf mig nefnilega í 10 daga og ég er alveg handalaus án hennar, það er svo skrýtið að hún sé ekki hérna þar sem ég er vön að vera með henni á hverjum einasta degi.  Mér gefst endalaust tóm til að hugsa og er sérstaklega búin að vera að velta því fyrir mér þessa dagana hvað ég ætla að gera í framtíðinni.  Ég er ekki viss um að ég vilji ennþá fara í verkfræði vegna þess að ég er svo hrædd um að ég sé einungis að velja það vegna þess að pabbi er verkfræðingur og þetta virðist örugg leið, maður fær auðveldlega vinnu, ekki illa borgað og svo framvegis.  Til dæmis er ég viss um að Paula ætlar einungis að verða læknir vegna þess að báðir foreldrar hennar eru læknar og leiðin er greið.  Hana langar rosalega til að verða blaðamaður eða rithöfundur en segir að það sé of erfitt í Brasilíu.  Á dögunum var svo vinkona hennar í heimsókn hérna og er hún einmitt í læknisfræði og sama sagan, bæði mamma hennar og pabbi eru læknar.  Svo er hún núna að átta sig á því að þetta er ekki fyrir hana.  Ég er ansi hrædd um að lenda í sömu sporum.  Ég hef þó enn dágóðan tíma til að hugsa mig um.  Þetta er nú ekkert stórt vandamál en ég læt þetta svolítið vefjast fyrir mér þessa dagana.  Í gærkveldi settist ég niður og var að reyna að púsla saman áföngum fyrir næstu tvær annir, það reyndist mér dálítið erfitt...  en viti menn, ég skal, ég get, ég vil ! 

Lilja Björk !  Ég ætla rétt að vona að þú hafir fengið smsið frá mér á laugardaginn var.  Ef ekki þá vil ég bara óska þér innilega til hamingju með 19 ára afmælið.  Stórt knús og margir kossar Heart


Bloggfærslur 12. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband