Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Ég er hérna...
Fyrir ykkur sem voruð farin að hafa áhyggjur af mér þar sem liðin er meira en ein vika frá síðasta bloggi, þá er ég hérna rétt handan við hornið. Síðustu viku er ég búin að vera í fríi og er bara búin að njóta þess rosalega vel. Ég gerði enga stórfenglega hluti, fór í hjólatúra í yndislega veðrinu sem kom hérna í nokkra daga, fór í bíó, á kaffihús, las og fór í ræktina. Og verð ég svo að viðurkenna að það var rosalega gott að fá Paulu heim, ég hafði saknað hennar frekar mikið. Því þegar ekkert er að gera, þá finnum við okkur alltaf eitthvað að gera og ef ekki þá truflar það okkur aldrei að spjalla klukkutímunum saman.
Ég veit ekki hvað ykkur þykir um Valentínusardaginn en mér finnst þetta einungis vera veisla fyrir verslun. Ég held að það sé endalaust hægt að plata fólk til að koma sér upp einhverjum hefðum þar sem það er nánast skyldað til að eyða peningum. Og af hverju þarf einhvern ákveðin dag til að sýna þeim sem þú elskar að þú elskir hann ? Og enn og aftur er þetta pappírseyðsla þar sem um mánuði áður byrjar að streyma inn alls konar ruslpóstur, sem eins og af nafni sínu bendir til, fer beint í ruslið, jafnvel án þess að nokkur lesi hann.
Svo langar mig að segja ykkur að á laugardaginn var kom fólk í mat og var ég send í að gera eitthvað íslenskt til að bjóða þeim upp á. Ég ákvað að gera hjónabandssælu og hélt ég að ég hefði gjörsamlega klúðrað henni en þegar upp var staðið þá er ég ekki frá því að þetta hafi verið ein besta sem hefur farið inn um mínar varir. En svo er ég alltaf að vandræðast með hvað ég get eldað fyrir þau sem er ekta íslenskt, svo hingað til hef ég einungis eldað grískt, mexíkanskt, kínverskt o.s.frv. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir þá endilega látið mig vita .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)