Full þjóðarstolti

Ég er búin að fatta það að ég get bara verið rosalega ánægð með það að vera Íslendingur.  Þó geng ég ekki svo langt að klæða mig í peysur, boli og sokka með íslenska fánanum eins og vel þekktir Brasilíumenn.  Eru þau svona stolt af því að vera Brasilíumenn ?  Peningar hafa mikið verið ræddir þessa dagana og hversu mikilvægir þeir eru til hamgingju og svo framvegis.  Í kjölfar þess hafa laun verið rædd og þar af leiðandi skattar.  Fyrir skattana sem við borgum erum við að hafa það ansi gott, við fáum góða menntun og heilbrigðiskerfið er að mörgu leyti gott.  En ef litið er á önnur lönd eins og t.d. Brasilíu.  Þú vinnur 12 mánuði á ári og 4 af þeim fara í skatta sem gefur um 33%.  Lítum þá á hvað þú færð fyrir þessa skatta :  það eru almenningsskólar sem veita yfirleitt enga menntun og eru mjög lélegir svo að auki þarftu að borga einkaskóla fyrir barnið þitt ef það á að menntast og komast í háskóla en þá er annað vandamál.  Einkaháskólarnir eru svo lélegir en auðvelt er að komast inn í þá en aftur á móti eru almenningsskólarnir þeir bestu en um 1 af hverjum 200 kemst inn.  Annars þekki ég ekki nógu vel heilbrigðiskerfið en get ímyndað mér að um eitthvað svipað dæmi sé að ræða.  Eigum við ekki rétt á því að vera svolítið ánægð með að vera Íslendingar ?  Ég get sagt fyrir mína parta að ég er bara stolt og fyllist algjöru þjóðarstolti.  Aftur á móti ber að líta á að mun auðveldara reynist að hafa góða stjórn á 300.000 manna þjóð heldur en 188 milljóna þjóð.  En að sjálfsögðu erum við Íslendingar ansi grimm þjóð þar sem við veiðum hvali, ekki satt ? 

Annars var ég líka að velta fyrir mér hvort að stundum sé maður of mikið að flýta sér að vera í framtíðinni og nýtur þar af leiðandi ekki líðandi stundar.  Það sannast meðal annars með því að þegar maður er að láta sér hlakka til einhvers atburðar og bíður en á meðan maður bíður þá nýtur maður ekki líðandi stundar.  Það er nauðsynlegt að taka einn dag í einu og lifa honum og það sem á eftir fylgir kemur yfirleitt bara af sjálfu sér.  Ég er ekki að segja að það þurfi ekki að hugsa um framtíðina og plana heldur kannski ekki verða alveg upptekin af því.  Til dæmis núna er ég að flýta mér að koma heim og útskrifast en það er svo vitlaust.  Ég á ennþá rúmlega 4 mánuði hérna sem ég þarf að nýta. 

Vikið að öðru þá átti ég yndislega 5 daga með Birni Steinari og Írisi.  Vorum í París og nutum lífsins og náðum að gera margt, meira að segja náði ég að næla mér í nokkrar flíkur.  Við borðuðum einungis góðan mat á flottum veitingastöðum og má ætla að kortið hafi verið vel staujað og ansi þreytt.  Síðan fengu þau að kynnast lifnaðarháttum Bauer fjsk. en einnig voru þau kynnt fyrir lifnaðarháttum Íslendinga, mestmegnis Jónsfjölskylduháttum.  Fengu þau vel að kynnast rigningunni sem er þekkt veður hérna í Metz en í París kynntumst við hinsvegar Íslendingum óþekkt fyrirbæri sem heitir sól og 15 stiga hiti í febrúar.   

Ég hef átt í erfiðleikum með tölvuna mína þessa dagana og ætla að bjarga myndunum mínum og hef skellt þeim öllum inn á síðu sem er hérna í valmyndinni til hliðar og þar getið þið séð myndir frá ævintýri systkinanna í Frakklandi.  Eins og þekkt er, er víst aldrei hægt að treysta á þessi fyrirbæri; tölvuna. 


Bloggfærslur 26. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband