Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Litla prinsessan, Lou !
Þessa dagana gengur allt rosalega vel hjá mér og ég er ansi ánægð með allt saman, ætli ég sé ekki stödd á toppi þess umtalaða rússíbana... ég bíð bara eftir því að detta niður aftur, það verður harkalegt fall eftir langan blómlegan tíma. Hugsanlegt að það gerist þegar ég er búin að njóta frísins sem líður óðum að og fá elskulegann bróðir minn í heimsókn. En á sama tíma og ég er svona ofboðslega sátt við lífið er Paula greyið alveg á botninum og hún þráir ekkert annað en að fara heim. Ég reyni mitt besta til að hjálpa henni en oft er enginn hjálp þegin og oftar en ekki er það hugurinn sem gildir. Ég er búin að læra það að oftar en ekki getur maður stjórnað líðan sinni einkum með jákvæðu hugarfari þó oft séu utanaðkomandi áreiti en með jávæðum husunum er vel hægt að hunsa þau. Vandamálið er þó að kunna að hafa stjórn á hugsunum sínum sem er meira en að segja það. Það er til dæmis ótrúlega erfitt að koma heim eftir frábæran dag þar sem allt gengur á besta veg og það eru ekki allir jafn glaðir og þú og það getur einfaldlega dregið mann niður, utanaðkomandi áreiti sem er næstum ógerlegt að hunsa. Og svo er líka alveg drepleiðinlegt að segja frá einhverju sem maður er alveg rosalega glaður með þegar ekki er glaðst með manni og viðbrögðin neikvæð eða engin.
Á sunnudagskvöldið átti sér stað hörmulegur atburður, en ég bar augum hluti sem ég hefði betur viljað sleppa ! Í húsinu á móti áttu sér stað mikil rifrildi og enduðu þau með því að maðurinn barði konuna sína og í íbúðinni var önnur kona stödd og hún fylgdist bara með, ég hef ekki verið í þessum aðstæðum en það hlýtur að vera erfitt og ekkert hægt að gera. Ég vissi bara ekki hvað skyldi gera, hvort ég ætti að hringja á lögregluna en ég sýndi Alain og stuttu síðar róaðist þetta svo við ákváðum að gera ekkert í þetta skiptið. Claire sagði mér svo að hún heyri oft mikil læti þaðan en hafi hins vegar aldrei séð neitt. Þetta hafði virkilega áhrif á mig og hefur án efa sært blygðunarkennd mína. Ég fann til með konunni. Heimilisofbeldi er víst mun algengara en maður heldur. Það er alveg hrikalegt. En að sjá þetta bendir manni virkilega á hvað maður hefur það í raun og veru gott.
En ég velti því bara fyrir mér, hvernig er hægt að leyfa sér að misbjóða annarri manneskju svona ? Eiga ekki allir sömu rétti til að eiga gott líf ? Fer heimurinn versnandi ? Mikið andskoti getur mannskepnan verið vond og heimsk ! Þetta gerir mig ekkert annað en reiða út í lífið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)