Sól, sól skín á mig. Ský, ský burt með þig.

Það er alveg ótrúlegt hvað veðrið getur haft mikil áhrif á skapið í manni.  Að vakna með sólskini og 10-15 stiga hita er alveg ómetanlegt.  Þetta gula fyrirbæri sem við sjáum stundum hátt á himnum á mikinn þátt í að gera lífið ennþá yndislegra en það er og ylja manni um hjartarætur.  Rigningin dregur hins vegar úr manni allan kjark og löngun til að "vera", allir fela sig undir reglhlífunum sínum sem þeir draga upp úr töskum og vösum um leið og einn dropi fellur, hlaupa um göturnar og gefa sér ekki tíma til að gefa næsta manni eitt lítið bros.  Dagurinn í dag er hins vegar dagur til að brosa. 

Í nótt dreymdi mig að ég væri á Íslandi og skemmti ég mér við það að synda í kalda sjónum þar, svo heppilega vildi til að ég var í öllum fötunum og að auki með skólatöskuna og íþróttatöskuna.  Þegar ég hafði lokið sundspretti mínum uppgötvaði ég að skóla- og íþróttataskan voru ekki lengur á sínum stað.  Ég var að sjálfsögðu ekki sátt með það en í því vaknaði ég...  Svo datt mér í hug ansi skemmtileg túlkun á draum þessum.  Kannski er þetta merki um að ég eigi aðeins að taka því rólega í rætkinni og skólanum, það er að segja vera ekki að leyfa þessum hlutum að valda mér áhyggjum.  Því eins og er, eiga þessir tveir hlutir hug minn allann.  En þó tel ég ekki skrýtið að mig hafi dreymt þetta þar sem öllum í kringum mig þykir ég fara of oft í ræktina og taki skólanum of alvarlega. 

Nú finnst mér tíminn líða of hratt og ég hef varla tíma til að stoppa og líta á kringum mig.  Ég hef það á tilfinningunni að hann hlaupi á ógnarhraða eða eins og skrattinn sé á eftir honum.  En hvorugt af þessu getur reynst rétt, heldur hlýtur bara að vera svona ofboðslega gaman hjá mér að ég hef þessa óþægilegu tilfinningu. 


Bloggfærslur 11. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband