Tilvistin og Mallorca...

Eftir ekki svo marga klukkutíma hitti ég mikilvægasta fólkið í lífi mínu = fjölskylduna mína.  Langþráð páskafríið er þegar komið og ekki annað en gleði á bæ.  

Segið mér ekki að þið hafið aldrei sagt við foreldra ykkar að þið hafið ekki beðið um að fæðast, heldur voru það þau sem gáfu þér líf það er að segja þegar þau eða þú eruð ekki nógu ánægð með ykkur.  Ég held að flestir ættu að kannast við þetta.  En að sjálfsögðu á góðum dögum erum við ekkert annað en þakklát fyrir að fá að vera til.  Við vorum sköpuð eins og við erum en höfum alla möguleika til að þroskast, þróast, breytast og gera betur.  Hinsvegar við, mannveran sköpum aðra dauða hluti, sem ekkert fá að segja um tilveruna sína og hafa enga möguleika til að verða eitthvað annað heldur en þeir eru.  Erum við ekki bara doldið heppin að fá að vera til, eiga stað í tilverunni.  Eða eins og vinur minn hann Jean - Paul Sartre (heimspekingur - tilvistarstefnunnar) orðar svo skemmtilega að okkur sér bara hent út í tilveruna án nokkurra spurninga.  Ég sætti mig allavega við að hafa verið hent í þennan heim, hann er ekki svo slæmur eftir allt saman.  

Ég óska ykkur bara gleðilegra páska og ég er farin að skemmta mér á Mallorca.   


Bloggfærslur 31. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband