Þriðjudagur, 6. mars 2007
Draumur eða veruleiki ?
Það er eitt svo skrýtið í þessu lífi. Ég var svona að velta lífinu fyrir mér eins og svo oft áður og var þá hugsað til dvalar minnar hérna í Frakklandi. Þegar ég var ennþá heima á Íslandi semsagt áður en ég fór var ég oft að ímynda mér hvernig það yrði hérna o.s.frv. og þá var mér þetta nær óhugsanlegur draumur og að sjálfsögðu í huga mér alveg geðveikt. Svo núna er ég loksins kominn á þennan stað og verð að viðurkenna að þetta er ekki eins og í draumi mínum. Eitt get ég líka lofað ykkur að þegar þessu verður lokið þá mun þetta eflaust verða í svipuðum dúr og þessi draumur. Þ.e.a.s. alveg frábært. Er þetta þá ekki alveg frábært ? En það sem þetta er í raun og veru, er eins og lífið er í dag og gær og jafvel fyrir mánuði síðan, það er raunveruleikinn. Að sjálfsögðu á þetta ekki einungis við dvöl mína hérna heldur yfirleitt alla atburði, þeir eiga sér svona stað í huga mér. Ætti ég ekki bara að vera ánægð að vera a.m.k. komin hingað nánast áfallalaust. Getur veruleikinn ekki bara orðið jafn góður og draumurinn. Ég ætla að reyna að trúa því, en stundum reynist það erfitt, einkum þegar illa gengur. Ég held ég byrji bara að lifa í draumi, það virðist skemmtilegra. Það er jú satt að draumaheimurinn er eitthvað sem er ekki raunverulegt en getum við ekki bara gert hann að veruleikanum og þá verður lífið yndislegt. Þó reyndar sé lífið yndislegt nú þegar. Og auðvitað þurfum við á slæmum hlutum og dögum að halda til að gera okkur grein fyrir því góða í lífinu, það er að segja yndisleika lífsins.
Smá raunveruleikaupplýsingar að lokum, ég tek fram að þetta er ekki draumur : Ég er orðin krulluhaus, var komin með ógeð af mínu rennislétta hári og vantaði breytingu. Sumir vilja þó halda því fram að þetta hafi verið gert til að reyna að líkjast Paulu meira, það er að segja vera meira eins og "systur". En svo skemmtilega vildi til að hún klippti hárið á sér næstum á sama tíma og það sem meira er við höfðum hvorug sagt frá því heldur birtumst bara einn daginn svona, án þess að segja nokkrum manni frá því. Ég get nú samt sagt að við líkjumst aðeins meira en áður, þó eru þegar ýmsir hlutir í hegðun okkar sem líkist þar sem jú við erum saman alla daga, alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)