Mallorcaveðrið ekki á Mallorca...

Þá er páskafríið að taka enda og get ég ekki annað sagt en að það hafi verið alveg æðislegt.  Ég hafði í fyrsta skiptið á ævi minni tvær mömmur og tvo pabba til að passa upp á mig.  Það er alltaf gott þó svo maður sé orðinn sjálfráða og stór stelpa.  Sólin var í einhverjum feluleik og vildi ekki mikið sýna sig en hún varð víst eftir í Frakklandi og beið okkar þegar heim var komið.  Okkur fannst hins vegar ekki skemmtilegt þegar við heyrðum að bæði á Íslandi og í Frakklandi væri 20° og yfir meðan við höfðum ýmist 11° og rigningu.  Þrátt fyrir það tókst okkur að fara einn daginn á ströndina og busla aðeins í sjónum.  Annars naut ég þess að vera með báðum fjölskyldum mínum og ekki þarf maður meira en það til þess að skemmta sér.  

Eins og ég sagði er komið vor í loft í Frakklandi og veðrið alveg æðislegt.  Núna sit ég úti með tölvuna mína í 27° C og klukkan að renna í 6.  Framundan eru góðir tímar, 3 mánuðir af góðu veðri þar sem lundin er léttari á manni hverjum og lífið litríkara.  Næstu vikur og mánuði mun ég án efa stunda hjólatúra í fjöllum og fallegri nátturu í 30 mín fjarlægð auk þess sem ég mun drekka kaffi á verönd kaffihúsanna og spjalla um lífið og tilveruna.  Þó viðurkennist að ég hlakka ekki til að sitja inni í skólastofu í óþolanlegum hita og læra. 

Ég ætla að vona að þið hafið haft það gott í páskafríinu jafnvel þó svo þið hafið ekki haft tvenna foreldra og besta litla bróður í heimi.  Þið áttuð það kannski eftir allt rétt á sólinni.   

 


Bloggfærslur 13. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband