Föstudagur, 27. apríl 2007
Frönsk menning drukkin í sig
Tónleikar voru haldnir í Salle Europa þann 25. apríl 2007. Meðal annarra kom fram Asbjörg JÖNDOTTIR og söng hún lagið Meo Per eftir Bubba Morthers. Ekki hafði verið vel æft fyrir tónleikana þar sem söngkennarinn er ansi óskipulögð, það endaði með því að hún spilaði sjálf með eftir að hafa séð lagið einu sinni. Fröken JÖNDOTTIR lét það ekki trufla sig og stóð sig með prýði enda með tvo stuðningsmenn sendar með einkaflugi frá Íslandi ; Unnur og Vallý. Að sjálfsögðu var pantað gott veður fyrir Íslendingana sem komu úr vonda veðrinu. Góða veðrið leyfði sólböð á daginn og spjall fram á nótt úti á palli. Kom mér þó á óvart að Íslendingarnir versluðu ekki mikið en völdu frekar að drekka í sig menninguna. Þær lifðu mínu franska lífi, með minni frábæru fjsk., á kaffihúsum bæjarins eða í söng og danstímum. Svefntíminn var þó frekar íslenskur og óskynsamlegur en því sér maður að sjálfsögðu ekki eftir. Á meðan ég þurfti að vakna eldhress og fara í skólann fóru þær og fengu sér ekta franskan morgunmat ; croissante og kók (hefði reyndar þurft að vera kaffi til að vera ekta franskt). Eftir hádegi leyfðum við svo sólargeislunum að kitla nefin okkar á meðan við röltum um þennan fallega bæ; Metz, þar sem ég held við höfum kynnst hverju einasta horni og skúmaskoti. Að mínu mati kynntumst við kaffihúsunum best þar sem við gátum setið, ég með kaffibolla og Íslendingarnir með kók (þær eru ekki orðnar jafn franskar og ég strax, enda hef ég 7 mánaða forskot).
Ég sendi ykkur sólarkveðjur og biðst innilegar afsökunar á bloggleysi síðustu vikuna en ég hef mínar ástæður. Aðdáendurnir tóku allan minn tíma...( það er að segja ég týmdi ekki að eyða tíma mínum með aðdáendum mínum í að blogga)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)