Föstudagur, 18. maí 2007
Fiðrildin taka flug
Maímánuður er mánuður sólarinnar, fuglasöngs, blás himins, gleðinnar sjálfrar og þar með tími til að láta glitta í tennurnar og brosa hlýtt til næstu manneskju. En hvað gera menn þegar himnarnir búa sig hægt og hljótt undir það að hrynja yfir okkur. Skýin hrannast upp, sólin felur sig, fuglarnir þegja um stund og það versta er að brosin hverfa af andlitum fólks. Er þá ekki einmitt tíminn til að brosa ? Eitt er víst að þegar himnarnir ákveða skyndilega að hrynja þurfum við meira á litlu brosi að halda. Það getur gert gæfumuninn.
Nú þegar líða fer að brottför er minnst á það á hverjum einasta degi. Ég er minnt á það daglega að ég eigi bara tvo mánuði eftir og að áður en ég fer verð ég að gera hitt og gera þetta. Dagur brottfarar birtist í myndum í huga mér og lítil fiðrildi fljúga um í maganum. Þessa 59 daga vil ég heldur nota vængi fiðrildanna til þess að fljúga um á litlu bleiku skýi með stjörnur í augunum og að sjálfsögðu með bros á vör.
Sama hvort þú lifir fyrir sjálfa þig eða fyrir aðra, brostu. Þér mun líða betur og einnig hinum. Njóttu þess að gefa og vonastu til að geta þegið.
= líðan mín.
Nú þegar líða fer að brottför er minnst á það á hverjum einasta degi. Ég er minnt á það daglega að ég eigi bara tvo mánuði eftir og að áður en ég fer verð ég að gera hitt og gera þetta. Dagur brottfarar birtist í myndum í huga mér og lítil fiðrildi fljúga um í maganum. Þessa 59 daga vil ég heldur nota vængi fiðrildanna til þess að fljúga um á litlu bleiku skýi með stjörnur í augunum og að sjálfsögðu með bros á vör.
Sama hvort þú lifir fyrir sjálfa þig eða fyrir aðra, brostu. Þér mun líða betur og einnig hinum. Njóttu þess að gefa og vonastu til að geta þegið.
= líðan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)