Mánudagur, 21. maí 2007
Tónleikar...
Mér barst sú fyrirspurn hvort ég vildi ekki halda tónleika fyrir fósturpabba minn vegna þess að hann var svo svekktur yfir að hafa ekki geta komist að horfa á mig syngja á tónleikunum. Ég svaraði játandi án þess að hugsa mig tvisvar um. Bjóst við því að einn daginn myndi hann biðja mig að syngja fyrir sig, en dæmið var nú aðeins stærra. Þetta er sko alvöru hérna. Hann bauð meira og minna allri fjölskyldunni á laugardagskvöldið á tónleika Ásbjargar. Ég þurfti að sjálfsögðu að gera eitthvað almennilegt. Ég fékk þá bekkjarbróðir minn til að spila með mér og tókum við 3 lög. Allir voru ánægðir með kvöldið sem endaði að sjálfsögðu á franska vísu - BORÐA. Það besta var að ég naut þess í botn ! Um leið og ég er ánægð held ég að það sé mun auðveldara að láta aðra vera ánægða.
Mig langaði bara að segja ykkur frá þessum skemmtilega atburði þar sem ég hugsa að þetta komi ykkur jafn mikið á óvart og það kom mér á óvart.
Annars megið þið alveg vorkenna mér smá vegna þess að ég er í prófum og ég held að flestir ef ekki allir séu búnir í prófum. Og verra er að veðrið er rosalega gott og get ég því ekki nýtt það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)