Òvæntar uppàkomur

Lífið er stöðugt að koma manni à óvart með sínum óvæntu uppàkomum sem eru þràtt fyrir það engar tilviljanir.  Ég trùi því að allt eigi sér àstæðu og að ekkert gerist fyrir tilviljun.  Eins og svo skemmtilega var orðað í Forrest Gump : "Life is like a box of chocolate: you never know what you're gonna get."  Hingað til hef ég næstum því bara lent à góðum molum og með àrunum verða þeir betri og betri.  Maður lærir að þekkja molana og fer að velja betur og betur og sumum tekst jafnvel að meta eða nýta sér þà slæmu...  Jafn mikið og lífið kemur mér à óvart þà kem ég sjàlfri mér stöðugt à óvart.  Að koma sjàlfri sér à óvart er alveg ómetanlegt og veitir mér meira og minna bara ànægju...

Ég àttaði mig à því þegar ég var að kveðja bekkinn minn hversu lík við erum öll, sama hvort við komum frà Ìslandi, Brasilíu, Japan eða Frakklandi.  Við erum öll unglingar sem hugsum að mörgu leyti eins þràtt fyrir ólíka menningu, trùarbrögð, tungumàl, siði o.s.frv.  Við erum öll menn - homo sapiens ( ef nànar er farið ùt í það).  Þegar ég sé hversu vel það getur gengið og hversu vel maður nær að aðlagast nýjum lífshàttum þà spyr maður sig þeirra kjànalegu spurninga : "af hverju eru stríð í heiminum ?", "hvers vegna eru kynþàttafordómar til ?".  Það er vegna  þess að í heiminum er til eitthvað sem kallast illska !  Mér þykir samt eins og svo mörgum öðrum að öll dýrin í þessum stóra skógi sem við lifum í ættu að vera vinir. 

París tók að öðru leyti vel à móti mér og Paulu og erum við að njóta þess í botn !  Við erum komnar í sumarfrí sem er góð tilfinning eins og flestir ættu að þekkja.  Einkunnurinar mínar voru ekki af verri endanum og kvaddi ég bekkinn minn með smà bekkjartónleikum þar sem Arna Làra tók undir með sínum snilldar gítarhæfileikum !  En hùn kom og heimsótti mig og naut með mér síðustu skóladaga Frakklands... 


Bloggfærslur 10. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband