Hótel Jörð

          Lífið - kapphlaup við tímann.  Í dag er þegar á morgun.  Í gær er flogið langt í burtu og kemur aldrei aftur. Á morgun er bara á morgun og kemur jafn skjótt og það flýgur aftur í burt.                        

          Ánægja skemmtun og vellíðan er besta og dýrasta eldsneytið en verst er að það er illfinnanlegt.  Það þýtur yfir daga og vikur á ógnarhraða og eina leiðin til að stöðva það er að detta niður í leiðindi, vanlíðan og óskemmtilegheit...  Hvað ætlast maður eigilega til af þessum tíma, þessu lífi ? 

          Við viljum helst ekki að tíminn líði en ætlumst samt sem áður til að þess að hafa mest megnis af lífinu gaman... Manni er nú ekki allt fært.  Við erum þegar bókuð á Hótel Jörð sem er það besta í alheiminum, fáum gefins dvölina og það í allnokkur ár, eins lengi og við öndum að okkur loftinu.  Eitt af dóttufyrirtæki Hótel Jarðar, Hótel Ísland bauð mér pláss frá og með 17. júlí 2007 og fram að síðasta andardrætti mínum.  Ég hef heyrt að það sé eitt að þeim bestu í heiminum.  Þangað er heldur ekki hverjum sem er boðið, það eru víst bara 300.000 gestir svo nóg er plássið.  Mér skilst af öllu að þar sé rosalega fallegt...  Ég hef ákveðið að taka tilboðinu ! 

          

          

           Þetta einstaklega flókna mál, íslenska eins og það er kallað hefur runnið út úr munninum á mér síðustu daga.  Þannig er mál með vexti að hingað er komin Ragga (íslenskur skiptinemi) og reyni ég af bestu getu að hafa ofan af fyrir henni.  “Fête de la musique” eða tónistarhátið Frakklands var haldin hátíðlega þann 21. júní þar sem ég söng einnig á þessu forna máli, því var mikið lofað og allt gekk rosalega vel.  Síðan var haldið í sveitina þar sem hittur var fyrir annar Íslendinur, Arna Lára er hún nefnd.  Þar rötuðu fleiri íslensk orð í loftið ásamt frönskum slettum.  Við skemmtum okkur konunglega !  Þessa síðustu daga hef ég hinsvega ekki haft heppnina með mér en við glímdum við ýmis lestarvesen sem hins vegar leystist allt að lokum.  Þrátt fyrir óheppni hefur hlátur og gleði ratað inn um dyrnar mínar.    

 

Bloggfærslur 24. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband