Sunnudagur, 3. júní 2007
Nýr dagur býður upp á margt meira en hversdagsleikann
Nýr dagur, ný tækifæri, nýir möguleikar, nýtt val, allt þetta í mínum höndum ! Ný kynni, ný tækifæri... einnig í mínum höndum. Lífið byggist að mörgu leyti upp á því að kynnast fólki... og er í flestum tilvikum í þínum höndum, það ert þú sem velur hvernig það gengur fyrir sig. Það vill þó koma til að umhverfið hefur áhrif og lífið gengur ekki fyrir sig nákvæmlega eins og við viljum. Kynnin sem þú býrð til yfir ævina eru óteljandi og ómissandi, það eru þau sem móta persónuna sem við verðum og erum. Svo kemur að því að við þurfum að kveðja... við þurfum að byrja á einhverju nýju, búa til ný kynni...jafnvel endurnýja gömul kynni sem verða aldrei þau sömu. Við breytumst og þar af leiðandi verða kynnin breytt, betri - verri ? Eitthvað nýtt byrjar, eitthvað gott, eitthvað slæmt... nýr dagur, ný tækifæri... Það sem gerir lífið ríkara og fallegra eru öll þau kynni sem við búum til um ævina, jafnvel þó að einn daginn þurfi að kveðjast verða þessi kynni að fallegum minningum. Þessar fallegu minningar eiga góðan stað í hjarta hvers og eins og sumar minningar/kynni verða hluti af okkur. Minningarnar geta verið fallegri en nútíðin sjálf vegna þess að maður gleymir slæmu hlutunum og man bara eftir þeim góðu. Framtíðin bíður hins vegar upp á nýja nútíð sem seinna verður að minningum. Þegar stígurinn klárast og ekki er meira pláss fyrir nýja nútíð og nýjar minningar er lífið bara fallegt. Þegar stígurinn klárast er einungis það besta eftir - góðar minningar...
Annars fyrir þá sem vilja fréttir af hversdagsleikanum og raunveruleikanum en ekki af draumaheimum hugsana minna: þið getið skoðað myndir af 18 ára afmæli Paulu sem var vel haldið upp á þar sem opnuð var kampavínsflaska og allt tilheyrandi... Myndirnar segja alla söguna... Ein vika eftir af skólanum og farið er að hitna í kolunum fyrir Parísarferð systranna á laugardaginn næstkomandi.
Mæðradagur Frakka var haldinn hátíðlega í dag þar sem "mömmu" var bannað að gera allt sem mömmur eiga að gera : þvo þotta, elda matinn o.s.frv. Við afneytuðum að halda mæðradaginn hátíðlegan fyrir verslun, það er að segja að kaupa blóm, súkkulaði eða einhverja gjöf. Það var vel metið á þessu heimili og átti "mamma" ásamt öllum góðan mæðradag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)