Leyndarmál perlanna...

       Perlur er ekki auðvelt að finna... þær finnast þó einstaka sinnum, þegar heppnin er með manni.  Yfirleitt er hægt að þekkja þér á þeirri hamingju sem þær veita þér, hversu fallegar þær eru og best af öllu er að þær láta þér líða eins og einni...
      
Perla er eitthvað illfinnanlegt, fallegt, verðmætt, mikilvægt og líkurnar á að finna eina eru óendanlega litlar !  Í Frakklandi fann ég perlufjölskyldu ! Þvílík heppni, þvílík tilviljun (ég trúi reyndar ekki á tilviljanir), þvílík paradís!

        Þegar nokkrar perlur koma saman gerist eitthvað ólýsanlegt, kraftaverk...  Perlum kemur alltaf vel saman og þær geta myndað líf sem alla dreymir um að lifa og sem deyr aldrei.  Þær bjuggu til eitthvað saman, fallegt, sem sést alla leið frá himnum.  Þær bjuggu til stjörnu sem skín svo skært, sem mun aldrei dofna, aldrei slokkna.

        Þegar kemur að kveðjustund perlanna mun kraftur ljóssins lifa að eilífu og hver perla mun hafa lært eitthvað af þessum kynnum.  Þær munu án efa geyma perluna í sjálfri sér í hjarta sér þar sem allir fallegu hlutirnir eru geymdir.  Ég lærði að ég er líka perla...

        Ég þakka perlunum fyrir mig en Guði þakka ég fyrir perlurnar...

            Það hefur ekki enn verið varpað ljósi á það besta.  Ég hef heyrt að á Íslandi finnist af og til demantar, þá er víst ennþá erfiðara að finna heldur en perlur.  Í Súluhöfða 16 bíður mín víst gersemd ein... Þann 17.júlí mun ég vonandi finna þá aðstandendur og vini sem eru mér næst og þá sem láta mér líða eins og mikilvægasta demantinum. 

            Þá er komið að lokum þessa frábæra ævintýris, eftir 3 tíma mun ég skilja aðstandendur héðan eftir með tárin í augunum á brautarpallinum.  Síðasta nóttin í rúminu mínu liðin, síðasta máltíðin að ganga í garð, síðustu kossarnir í kjölfarið, tárin rata fljótt niður kinnarnar og ég segi bless og takk fyrir mig!  En heilsa á ný, þriðjudaginn þann 17. júlí, kl 15:45 á Keflavíkurflugvelli. 

           

Bloggfærslur 15. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband