Hver mínúta frátekin!

8 tíma lestarferð afstaðin, Munich - Metz!  Ég steig út úr lestinni uppgefin og mín hinsta ósk var rúmið mitt, en áfram hélt prógrammið... Það er ekki ein mínúta frí í lífi mínu þessa dagana!  Þegar heim var komið hélt ég í afmæli söngkennarans minns, það var hins vegar þess virði og vel það.  

Ferðast með 5 brössum... ég veit ekki hvort ég muni gera það aftur.  Það var ansi átakanlegt, fyrst og fremst þá virðast flestir hafa ansi gaman af því að tala, allir voru með mismunandi hugmyndir um það sem gera skyldi... stundum var ég bara fegin að skilja ekki það sem þau voru að tala um.  Tíminn fór mikið í það að keyra á milli staða, leita að hóteli, leita að veitingastað o.s.frv., þau vildu helst sjá allt en það endaði með því að við sáum ekki mikið...  Það sem er fyrir öllu er að við vorum saman, ég fékk að kynnast foreldrum Paulu og tíminn leið ansi hratt!  

Komandi viku bíður með ferðatösku sem þarf að fylla, fólki sem þarf að hitta, hlutum sem þarf að redda, það er að segja hún bíður eftir mér þegar fullhlaðin og mun þar af leiðandi virkilega fljúga á ógnarhraða.  Á þessari stundu að viku liðinni mun ég vera með annan fótinn uppi í lestinni á leiðinni til Parísar þar sem ég mun dvelja með öllum hinum skiptinemum Frakklands þangað til ég kem heim.   


Bloggfærslur 8. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband