Mánudagur, 15. janúar 2007
Víkkað sjóndeildarhringinn
Við segjum að lífið sé til þess að lifa því eða eins og oft er sagt : Lifðu lífinu lifandi ! Það fékk mig aðeins til að velta því fyrir mér hvort ég hafi nokkurn tímann gert eitthvað annað en það. Við skulum segja að ég hafi ekki alltaf verið að njóta lífsins en hef hins vegar alltaf lifað því. Maður þarf nú samt að hafa fyrir því að hafa gaman af lífinu, hlutirnir koma ekkert bara hlaupandi til þín, maður þarf líka að sækjast eftir hlutunum sjálfur og vinna fyrir þeim. Ég uppgötvaði til dæmis að til að eignast vini hérna verður maður að hafa mikið fyrir því og sýna að maður vilji kynnast fólkinu, það þýðir ekkert að væla og segja að enginn vilji tala við mann og að þeim líki ekki við mann. Svo verður maður að nýta öll tækifæri sem manni gefst til að hitta fólkið því ef þú kemur ekki einu sinni þá í næsta skipti þá er þér ekki boðið vegna þess að þau halda að þú hafir ekki áhuga á að vera með þeim. Það er samt ansi erfitt oft á stundum og tekur innilega á en í lokin er tilfinningin svo góð ef þér tekst vel til. Það er reyndar eitt sem er neikvætt við þetta, það er að fyrir frökkunum þá verður þú alltaf íslenska eða brasilíska stelpan í skólanum sem er hérna í eitt ár og enginn vill verða of náinn einhverjum sem er vitað að fari síðan eftir einhvern tíma. En við höfum hins vegar þörf fyrir að eignast vini hvar sem maður er í heiminum. Með þessum orðum er ég ekki að segja að ég hafi ekki eignast vini og sé óhamingjusöm eða annað. Ég er bara svona aðeins að velta fyrir mér aðstæðum. Ég tel mig vera alveg ótrúlega heppna að hafa Paulu þar sem við getum orðið nánar og erum nú þegar. Við tölum í minnsta kosti 1 klst á dag saman og bráðum verð ég búin að vita allt um lífið hennar en það verður alltaf nóg að tala um þar sem við þurfum að segja frá 18 árum lífs okkar auk þess allt sem gerist hérna í Frakklandi. Oft á tíðum erum við að ganga í gegnum sömu lífsreynsluna en tökum því hins vegar ekki eins og það er gaman að sjá aðrar hliðar, víkkar sjóndeildarhringinn.
Athugasemdir
Frábært blogg Ásbjörg mín..sakna þín mestast.. :*
Anna Sigga (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 16:27
Ég er búin að setja inn fullt af myndum !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 13:52
Góðar pælingar! Fólk er hrætt við að verða svo sárt þegar þið þurfið að fara... sem er skiljanlegt á ákveðinn hátt! Nú er Heiðrún komin heim og í skólann, frábært að fá hana aftur! En mikið hlakka ég til á næstu önn þegar þú verður komin líka, þá verður hópurinn aftur heill!:) Hafðu það æðislegt! Risastórt knús ;)
Karitas (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 00:53
Knúúúúússss til allra !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.