Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó....
Á föstudagskvöldið gerðust undur og stórmerki, Paula sá snjóinn í fyrsta skiptið á ævi sinni. Daginn eftir var hann allur farinn og Paula var ansi leið að hafa ekki geta gert snjókall. Hún fékk allavega 5 sms til að láta hana vita að það snjóaði svo það færi alveg örugglega ekki fram hjá henni. Ég get vel viðurkennt að ég sakna snjósins alveg pínu.
Á laugardaginn gerðust einnig frábærir hlutir en ég fann lítinn Íslending bíða eftir að verða sótt á lestarstöðina. Við skemmtum okkur ansi vel, fórum á útsölur og gerðum ansi góð kaup. Það var algjör paradís fyrir Örnu Láru að komast að versla í Metz þar sem hún býr einhverstaðar út í "rassgati". Það var líka algjör paradís að tala íslensku. Það var elduð pítsa, sungið hástöfum langt fram á nótt og svo var víst samið lag.
Síðustu daga er ég búin að reyna að læra að vera smá kærulaus stundum. Það er víst nauðsynlegt þegar gengur ekki eins og vel og maður vildi, stundum verður manni bara að vera sama. Ég fékk nefnilega ekki góða einkunn í stærðfræði en samt betri heldur en flestir í bekknum og ég ákvað svona bara að vera ekkert að pirra mig á því. Það bætti það líka bara upp að ég stóð mig ansi vel í tímaritgerð í frönsku en einnig í sögu - og enskuprófi. Átttaði mig líka bara á því að vera að pirra sig eitthvað hjálpar bara ekki neitt, maður verður bara að læra af mistökunum og gera betur næst. Maður á það víst til að vera of strangur við sjálfan sig og stundum það mikið að manni tekst ekki að fylgja sínum eigin reglum og þegar það gerist er maður að sjálfsögðu ekki sáttur. Lausnin er að vera minn stangur við sjálfan sig, vera kærulaus.
Athugasemdir
Jii stelpa, hvernig væri að yfirfæra smávegis af þessum rosalega metnaði yfir á mig?
Vona að þú hafir það sem allra best!
Kveðja frá stelpunni úr hinum landshlutanum sem var himinlifandi með að fá 3/20 í stærðfræðiprófi..
Alda (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 18:08
Hehe gjörðu svo vel, taktu eins mikið og þú vilt !!!
Ásbjörg (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 19:57
jee.. hvad tha eg Asbjörg!!hvar er metnadurinn minn!?? hann gleymdist einhverstadar a islandi.. held eg, ef hann hefur einhvertiman verdid til :P
btw. eg fekk 5/5 a edlisfraediprofi!! wuhu, hun la bara a bordini thegar eg vaknadi upp ur draumnum minum sem eg dreymdi i midjum tima... als ekki gott eg veit!! trallala!! gefdu mer lika sma Asbjörg!!
verd ad segja annad! kennarinn minn spurdi mig alveg i tima um daginn i liffraedi! "stefan, afhverju ertu ad skrifa nidur og reyna ad glosa thessi ord og allt thetta, eg nota thessi ord aldrei og thau gefa ther adeins höfudverk!! ef eg myndi vera thu myndi eg reyna ad setja eitthvad gagnlegt i hausinn a mer, ord sem thu notar i talmali" veistu eg er bara nokkud sattur og sammala henni :P svo baud hun mer ad sofa! staerdfraedi, efnafraedi, edlisfraedi, thad er ekkert gang af thessu, nuna skil eg allar urskyringar og allt sen namsefnid neibb! allavega bloggid mitt a bloggid thitt :P
stefan (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 09:38
bara byrjuð að hugsa eins og ég... kæruleysi er lífstíll
Jenni (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 13:18
Jæja fólkið gott ! Ég nenni nú varla að koma með nýtt blogg ef þið kommentið ekki meira.... ég þarf að vita að það séu einhverjir að fylgjast með hverju skrefi mínu hérna í Frakklandi !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 15:03
Ég er hér!!
Búið að vera smá vesen með tölvuna heima en þetta er komið í lag... Ég þekki vel metnaðinn í þér og já! það er allt í lagi að sleppa sér af og til
Sambandi við snjóinn... ugh.. ég er orðin frekar þreytt á honum! Það var farið að vera miklu betra veður og ég eitthvað "jeij! það er að koma sumar...!" en neibbs.. svo fór veðrið bara að versna aftur en það einmitt leiðir til þess að ég þarf að skafa bílinn minn, stundum oft á dag... þú mátt alveg fá eitthvað af honum lánaðan.. þ.e. snjónum
jæja! ég þarf að fara að læra sálfræði... próf og eitthvað drasl..! En allavegana.. ekki hætta að blogga elsku Ásbjörg mín! Við þurfum að vita nákvæmlega hvað þú ert að gera af þér
Kossar og knús!
Karitas (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 15:56
Þú getur líka lánað mér smá af bílnum þínum, það væri ekkert verra
En annars gott að vita að þú sért hér... Stattu þig stelpa í sálfræðinni ! Ég vona að þið bíðið spennt eftir næsta bloggi... sem kemur bráðum....
Ásbjörg (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 18:08
ef þú bloggar ekki þá vitum við ekki hvað þú ert að gera nema með því að hringja í þig , þannig að plís ekki hætta að blogga. Ég myndi blogga meira ef ég vissi hvað ég ætti að segja.
ég sakna þín mikið hef ekki haft mikið að gera eftir að þú fórst.
kær kveðja Bjarki Snær , besti bróðir í heimi
Bjarki Snær Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 19:48
góðir punktar hjá þér
en hey, gjöfin mín er komin aftur hingað heim til mín, heil á húfi
þannig að nenniru að senda mér sms með réttu heimilisfangi svo þú fáir loksins gjöfina þína!
gaman að heyra frá þér! sakna þín ekkert smá...
bestasta vinkona þín
Klara
klara (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 20:03
Gott að heyra Bjarki, ég sakna þín líka alveg ótrúlega mikið
en þú veist að það eru innan við tveir mánuðir þangað til við sjáumst !!!
ættum nú að geta lifað það af, erum þegar búin með 5 mánuði... En Klara ég er með aðeins betri hugmynd, sem er örlítið einfaldari. Þú lætur mömmu bara hafa pakkann og Björn Steinar kemur með hann eftir 16 daga... ég sakna þín líka ekkert smá bestasta vinkona
Ásbjörg (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 20:51
Úff, allt of langt síðan ég hef stoppað hérna! Ég vona að þú sért ekki móðguð út í mig ;P Gott að heyra að allt gangi vel. Það er snjór hérna núna... og ROSA, ROSA kalt! En fallegt veður samt, svona snjór en samt sól og heiðskýrt. Ótrúlega skýtin tilhugsun að það sé fullt af fólki sem hefur aldrei séð snjó! Það er eins og að hafa ekki séð flugu eða eitthvað.. það er svo skrýtið!
En núna verð ég að fara að læra (er í tíma ;)) ...svo bless í bili! Sakna þín :*
Lilja Björk (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 12:56
ok, sniðugt
geri það. Þá kemst hann pottþétt til skila
hehe...
klara (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 16:06
Ohhh... ég missti af þér á msn áðan
, var í æfingarstúdentsprófi !!! sakna þín líka, verð svo að fara að heyra í þér ! Jább flott er Klara
Ásbjörg (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.