Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Litla prinsessan, Lou !
Þessa dagana gengur allt rosalega vel hjá mér og ég er ansi ánægð með allt saman, ætli ég sé ekki stödd á toppi þess umtalaða rússíbana... ég bíð bara eftir því að detta niður aftur, það verður harkalegt fall eftir langan blómlegan tíma. Hugsanlegt að það gerist þegar ég er búin að njóta frísins sem líður óðum að og fá elskulegann bróðir minn í heimsókn. En á sama tíma og ég er svona ofboðslega sátt við lífið er Paula greyið alveg á botninum og hún þráir ekkert annað en að fara heim. Ég reyni mitt besta til að hjálpa henni en oft er enginn hjálp þegin og oftar en ekki er það hugurinn sem gildir. Ég er búin að læra það að oftar en ekki getur maður stjórnað líðan sinni einkum með jákvæðu hugarfari þó oft séu utanaðkomandi áreiti en með jávæðum husunum er vel hægt að hunsa þau. Vandamálið er þó að kunna að hafa stjórn á hugsunum sínum sem er meira en að segja það. Það er til dæmis ótrúlega erfitt að koma heim eftir frábæran dag þar sem allt gengur á besta veg og það eru ekki allir jafn glaðir og þú og það getur einfaldlega dregið mann niður, utanaðkomandi áreiti sem er næstum ógerlegt að hunsa. Og svo er líka alveg drepleiðinlegt að segja frá einhverju sem maður er alveg rosalega glaður með þegar ekki er glaðst með manni og viðbrögðin neikvæð eða engin.
Á sunnudagskvöldið átti sér stað hörmulegur atburður, en ég bar augum hluti sem ég hefði betur viljað sleppa ! Í húsinu á móti áttu sér stað mikil rifrildi og enduðu þau með því að maðurinn barði konuna sína og í íbúðinni var önnur kona stödd og hún fylgdist bara með, ég hef ekki verið í þessum aðstæðum en það hlýtur að vera erfitt og ekkert hægt að gera. Ég vissi bara ekki hvað skyldi gera, hvort ég ætti að hringja á lögregluna en ég sýndi Alain og stuttu síðar róaðist þetta svo við ákváðum að gera ekkert í þetta skiptið. Claire sagði mér svo að hún heyri oft mikil læti þaðan en hafi hins vegar aldrei séð neitt. Þetta hafði virkilega áhrif á mig og hefur án efa sært blygðunarkennd mína. Ég fann til með konunni. Heimilisofbeldi er víst mun algengara en maður heldur. Það er alveg hrikalegt. En að sjá þetta bendir manni virkilega á hvað maður hefur það í raun og veru gott.
En ég velti því bara fyrir mér, hvernig er hægt að leyfa sér að misbjóða annarri manneskju svona ? Eiga ekki allir sömu rétti til að eiga gott líf ? Fer heimurinn versnandi ? Mikið andskoti getur mannskepnan verið vond og heimsk ! Þetta gerir mig ekkert annað en reiða út í lífið.
Athugasemdir
jamm thetta er rosalegt, eg veit heldur ekki hvad eg myndi gera vid svona adstaedur!! :/
*madur misbydur annarri manneskju af afbrydissemi sem madur getur ekki haldid innbyrdist eda einhvers pirrings sem virdist brotna ut thegar marr ber manneskju
*ju allir aettu ad eiga rett ad godu lifi, nema hvad er gott lif? fyrir okkur er gott lif ad eiga fullt af peningum, eina sundlaug og vera alltaf kat og allir eru lifsgladir, en fyrir suma er otrulega gott lif ad eiga skjol fyrir höfdi og nog ad eta..
jamm thad er otrulega satt hja ther hvad manneskjann er grimm og tilfiningalaus lifvera, sem yfirleitt er tilbuinn ad eydilegga allt til eigins nytni!
svona er thetta bara Asbjörg min!
vonandi muntu eiga godar stundir ut alla dvölina! ;)
Stefan (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 12:27
Flott lítil prinsessa , hlakka til að þú komir heim.
kær kveðja Bjarki sæti
Bjarki Snær Jónsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 16:52
Argh.. ég verð svo reið þegar ég heyri svona... ég var að vinna um jólin og eitt kvöldið þegar ég var að labba í bílinn þá sá ég konu með tvö börn á bílastæðinu. Konan var örugglega ekki meira en 30 ára, og var með stelpu og strák á aldrinum 5-7 ára ca. Þau voru eitthvað af erlendu bergi brotin þar sem að mamman talaði með hreim..en allaveganna.. strákurinn ýtti eitthvað aðeins í stelpuna og hún fór að væla en þá öskraði mamman á strákinn "Hvað í fokkanum er að þér krakki?!?" ég var svo hneyksluð að ég hreinlega vissi ekki hvað ég átti að gera.. en ef ég hefði sagt eitthvað þá hefði hún örugglega ráðist á mig.. afskaplega reið sál þarna á ferð! en ég meina.. hver segir svona við börnin sín? eða bara við einhvern almennt...!
Heh.. úff! Töff útlit á síðunni
Gaman að "heyra" að þér líði svona vel og ég vona að þú verðir bara alltaf svona hátt uppi
Leitt samt að heyra að Paulu líði svona illa.. það dregur mann svo svakalega niður þegar fólk er fúlt í kringum mann.. en hvað, er þetta bara heimþrá hjá henni eða eitthvað annað? Kemur mér kannski ekkert við en þú veist nú hvernig ég er.. fröken forvitin!
Sakna þín allsvakalega og hlakka til að lesa meira! mwuahh! (koss
)
Karitas (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:07
Já þú hefur rétt fyrir þér Stebbi !! En satt er það samt að það er ekki gott líf fyrir alla að vera ríkur osfrv. fyrir mér er það helst að vera hamingjusamur og eiga fólk að sem elskar mann og lifa við góða heilsu, en allt of margir halda að hamingja felist í peningum....
Heyrðu nú mig Bjarki minn !!! Hlakkaru ekki til að hitta mig í apríl ??? en ég hlakka ekki endilega til að koma heim, ég sakna ekki Mosfellsbæs-Íslands heldur mun frekar fjölskyldu og vina...
Já svona er lífið Karitas, allt of grimmar þessar mannskepnur.... En annars þá er þetta blanda af ýmsu hjá Paulu, meðal annars heimþrá en einnig það að henni finnst ekki hægt að finna alvöru vini hérna og það truflar hana, ég veit ekki hvar við værum án hvor annarrar, en hún lítur meira á mig sem systur heldur en sem vin... en hún hlýtur að fara að komast upp úr þessum erfiðleikum, það eiga allir svona tímabil....
Sakna ykkar allra, knús og kram !!
Ásbjörg (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 18:00
Við söknum þín sko líka Ásbjörg mín! En frábært að vita að allt gangi vel hjá þér og að þú ert ánægð, þá er hún Marta líka ánægð
Ógeðslegt samt að þurfa að verða vitni að svona ógeði, fólk sem gerir svonalagað á alveg rosalega bágt en bara veit ekkert hvernig það á að vinna úr erfiðleikum sínum og lætur það þessvegna bitna á öllum í kringum sig!
En flott nýja lúkkið á síðunni og haltu svo áfram að vera svona dugleg að láta vita af þér! Kossar og knúsar að heiman
kv. Marta
Marta Björg (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 21:28
Ég var að læra fyrir sálfræðipróf í gær og taka til í glósunum og sá þá glósurnar sem við gerðum í SÁL 103... það voru nú góðir tímar! Manstu þegar við fengum að fara úr tíma til þess að fara upp á flugvöll að kveðja Heiðrúnu... hehh... mér finnst vera eitthvað svo stutt síðan! og nú ert þú bara komin í hennar stöðu.. öss.. allavegana.. sakna þín!
Karitas (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 16:10
Hehe já það voru virkilega góðir tímar !! En jú satt er það, mér finnst bara eins og það hafi verið í gær... tíminn líður hinsvegar allt of hratt! Ég er hálfnuð með dvölina
Ásbjörg (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 17:40
já pældu í því! Shæse..!
Karitas (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.