Framtíðaráform ?

Þessa dagana vildi ég óska þess að tíminn liði hratt eins og eldflaug en hægði svo á sér þann 21. febrúar, þegar Björn Steinar kemur í heimsókn.  Það er svo fyndið og svo koma svona dagar þar sem allt gengur alveg ótrúlega vel og dagurinn er bara skemmtilegrar en allt og þá vil ég bara að tíminn stoppi og ég vil ekki fá næsta dag af hræðslu við að hann verði ekki jafngóður. 

"Við skiljum lífið með því að líta til baka, en við getum einungis lifað því með því að horfa fram á við".  (Sören Kierkegaard) 

Þá er ég komin í tveggja vikna frí og verð eigilega að viðurkenna að ég er ekkert voðalega hamingjusöm með það, ég væri meira til í að vera heima að gera ritgerð í íslensku eða eitthvað þess háttar.  Paula yfirgaf mig nefnilega í 10 daga og ég er alveg handalaus án hennar, það er svo skrýtið að hún sé ekki hérna þar sem ég er vön að vera með henni á hverjum einasta degi.  Mér gefst endalaust tóm til að hugsa og er sérstaklega búin að vera að velta því fyrir mér þessa dagana hvað ég ætla að gera í framtíðinni.  Ég er ekki viss um að ég vilji ennþá fara í verkfræði vegna þess að ég er svo hrædd um að ég sé einungis að velja það vegna þess að pabbi er verkfræðingur og þetta virðist örugg leið, maður fær auðveldlega vinnu, ekki illa borgað og svo framvegis.  Til dæmis er ég viss um að Paula ætlar einungis að verða læknir vegna þess að báðir foreldrar hennar eru læknar og leiðin er greið.  Hana langar rosalega til að verða blaðamaður eða rithöfundur en segir að það sé of erfitt í Brasilíu.  Á dögunum var svo vinkona hennar í heimsókn hérna og er hún einmitt í læknisfræði og sama sagan, bæði mamma hennar og pabbi eru læknar.  Svo er hún núna að átta sig á því að þetta er ekki fyrir hana.  Ég er ansi hrædd um að lenda í sömu sporum.  Ég hef þó enn dágóðan tíma til að hugsa mig um.  Þetta er nú ekkert stórt vandamál en ég læt þetta svolítið vefjast fyrir mér þessa dagana.  Í gærkveldi settist ég niður og var að reyna að púsla saman áföngum fyrir næstu tvær annir, það reyndist mér dálítið erfitt...  en viti menn, ég skal, ég get, ég vil ! 

Lilja Björk !  Ég ætla rétt að vona að þú hafir fengið smsið frá mér á laugardaginn var.  Ef ekki þá vil ég bara óska þér innilega til hamingju með 19 ára afmælið.  Stórt knús og margir kossar Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk ÆÐISLEGA  vel fyrir sms-ið! Það hlýjaði mér um hjartarætur og þú varst allt í einu svo miklu nær mér en þú ert í raun (í landafræðilegum skliningi þá) ;)
Njóttu þess nú bara að vera í fríi Ásbjörg mín! Reyndu bara að slappa af og hugsa um það hvað þú ert heppin að fá að upplifa það sem þú ert að upplifa! Ég öfunda þig ekkert smá!

 Bless, bless í bili! -Ég er alltaf að vonast til að hitta þig á msn!

Lilja Björk (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:06

2 identicon

hallo, eg vil verda landslagsarkitekt :P
Lilja, meinaru ekki i salfraedilegum skilningi, eda hugfraedilegum skilningi vegna thess ad thad er omögulega haegt i landfraediskilningi :P hihi

stebbi (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:10

3 identicon

Það getur verið pínu erfitt að velja sér eitthvað eitt starf sem maður vill vinna við alla ævi og sérhæfa sig í því.

Ég er búinn að skipta nokkrum sinnum um brautir og ég vona að ég sé búinn að velja mér eitthvað sem ég á eftir að endast í í einhvern tíma.. Það er frekar algengt að maður velji sér það sama og foreldrar manns hafa unnið við þar og það er ekkert skrítið, ef þeim gengur vel í sínu starfi þá er það mikil hvatning fyrir manni og manni finnst sjálfsagt að gera eins og þau.

Ef þú hefur einhverjar efasemdir um að það sem þú sért að læra sé ekki alveg fyrir þig þá ættirðu bara að kíkja til námsráðgjafa þegar að þú kemur aftur heim.. síðan hefurðu líka alveg frekar mikinn tíma til að hugsa þig um og taka lokaákvörðun um þetta allt saman áður en að næsta önn byrjar

Jenni (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:43

4 identicon

Þú ert alltaf svo heimspekileg í bloggunum þínum, kannski ættirðu að verða heimspekingur heh.. breyta algjörlega um stefnu! neee.. þetta á eftir að koma.. Ég er líka mjög óákveðin og það er bara eðlilegt, ég meina.. það er svo margt í boði að það er ekkert skrýtið að maður skuli snúast í hringi! 

Hvar er Paula? Líður henni eitthvað betur?

Þú getur allt sem þú vilt Ásbjörg, ég trúi á þig stelpa! Lov ya!

Karitas (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 23:04

5 identicon

Já ég er líka alltaf að vonast til að hitta þig á msn, Lilja !

En hey Karitas við skellum okkur bara í sálfræðina, við stóðum okkur svo ansi vel saman í henni á síðasta ári  

Paula fór með annarri fósturfjsk. til Nice og ég held að henni líði betur og svo fékk hún vinkonu sína í heimsókn og svona

Sakna ykkar

Ásbjörg (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 08:48

6 identicon

Já veistu! Mér er nefnilega farið að lítast ansi vel á sálfræðina og ef ég ætti að fara í háskóla bara núna þá myndi ég pottþétt fara í sálfræði:) 

Karitas (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:44

7 identicon

Til Stebba:
Nei, ég á við að í landafræðilegum skilningi er hún ekki nálægt mér, en hún varð allt í einu svo nálægt mér samt þegar ég fékk sms-ið. Skilurðu? ;)

Lilja Björk (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 19:32

8 identicon

Úff hvað mig langar að skella mér til þín bara! Stinga bara af frá þessum prófum sem er búið að setja fyrir í næstu viku... eeen nei... það er alveg bannað!  Árshátíðin var á valentínusardaginn en hún var mjög skemmtileg! Kennararnir voru með skemmtiatriði í matnum sem var rosalega fyndið en þá voru þeir að leika bekk og tóku allar týpurnar fyrir... Mummi sögukennari lá sofandi fram á borðið, einhver lagðist með símann sinn fram á borðið og sagði "ég er í tíma", Gunnar Freyr sagði "ég var ekki í síðasta tíma þannig að ég kann þetta ekki", Soffía spurði hvort hún mætti fara á klósettið og svaraði svo í símann þegar hún labbaði út.. einhverjir voru að kasta bréfi á milli, halldóra fékk sér tyggjó og var síðan að bjóða öllum og miklu fleira.. mjög fyndið! Jónína efn- kennari stjórnaði þessu öllu saman og sagðist hafa verið að vinna undercover síðasta eitt og hálft ár í þessari meðferðarstofnun sem MH væri fyrir fólk með kennsluárátturöskun, en sama hvað "nemendurnir" reyndu að fá sjúklingana (kennarana) til að hætta að kenna þá bara virkaði ekkert.   já og alveg rétt.. Gleðilegan valentínusardag Ásbjörg mín... Fékkstu einhver ástarbréf? ég fékk ekki neitt.. pfuff! Kossar og knús

Karitas (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 19:38

9 identicon

hæ snúllan mín...sit í tölvunni hjá afa, kaffiboðið hérna í kvöld. Allavegana  þá erum við búin að vera að skoða myndir af árshátíðinni sem að var hjá mér í gær og afi spurði hvort að þú værir með mér á einni myndinni, en það var Jónína.. svo skoðuðum við fleiri myndir og honum finnst þið svolítið líkar;) Skoðuðum líka nýjustu myndirnar þínar og honum fannst ,,þessi brasilíska hafa fríkkað" en þá var það vinkona paulu..hann er yndislegur hann afi okkar:D

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 20:00

10 identicon

Eg taladi vid les pareents og eg ma koma, jafnvel fra fostudegi til manudags :) Latidi mig vita hvernig tid viljid hafa tetta og eg kem mer i lest og vona ad tynast ekki a leidinni

ArnaLara (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:05

11 identicon

Þið fenguð mig báðar tvær til að hlæja, ég get vel ímyndað mér alla kennarana sem þú nefnir og get vel trúað að það hafi verið fyndið.  Og að sjálfsögðu er alltaf jafn gaman af honum bödda, alltaf jafn yndislegur eins og þú segir. 

Ásbjörg (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 15:15

12 identicon

Heh en fyndinn hann afi ykkar!

Karitas (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 23:36

13 identicon

Ásbjörg? Ertu þarna einhvers staðar? Nú er komin vika frá síðasta bloggi og ég er farin að örvænta!

Ég vil fá Gunnar sem kennara aftur... sálfræðikennarinn minn núna hefur eitthvað á móti mér held ég.. við erum búin að skila einni skýrslu og taka eitt próf og hún hefur gefið mér léléga einkunn í báðu.. en svo hefur hún gefið stelpunum miklu betri einkunnir fyrir mjög svipaða skýrslu og frekar svipuð próf.. þetta er ósanngjarnt! Sérstaklega pirrandi þar sem að sálfræði er eitthvað sem ég vil hugsanlega læra í framtíðinni!

Sakna þín!

Karitas (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:14

14 identicon

Hey Ásbjörg, talandi um árshátíðina (þetta var rosa fyndið með kennarana:P) þá eru myndir inná síðunni minni ef þig langar að kíkja :)

Miss you babe :*

Elfa (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband