Ég er hérna...

Fyrir ykkur sem voruð farin að hafa áhyggjur af mér þar sem liðin er meira en ein vika frá síðasta bloggi, þá er ég hérna rétt handan við hornið.  Síðustu viku er ég búin að vera í fríi og er bara búin að njóta þess rosalega vel.  Ég gerði enga stórfenglega hluti, fór í hjólatúra í yndislega veðrinu sem kom hérna í nokkra daga, fór í bíó, á kaffihús, las og fór í ræktina.  Og verð ég svo að viðurkenna að það var rosalega gott að fá Paulu heim, ég hafði saknað hennar frekar mikið.  Því þegar ekkert er að gera, þá finnum við okkur alltaf eitthvað að gera og ef ekki þá truflar það okkur aldrei að spjalla klukkutímunum saman. 

Ég veit ekki hvað ykkur þykir um Valentínusardaginn en mér finnst þetta einungis vera veisla fyrir verslun.  Ég held að það sé endalaust hægt að plata fólk til að koma sér upp einhverjum hefðum þar sem það er nánast skyldað til að eyða peningum.  Og af hverju þarf einhvern ákveðin dag til að sýna þeim sem þú elskar að þú elskir hann ?  Og enn og aftur er þetta pappírseyðsla þar sem um mánuði áður byrjar að streyma inn alls konar ruslpóstur, sem eins og af nafni sínu bendir til, fer beint í ruslið, jafnvel án þess að nokkur lesi hann. 

Svo langar mig að segja ykkur að á laugardaginn var kom fólk í mat og var ég send í að gera eitthvað íslenskt til að bjóða þeim upp á.  Ég ákvað að gera hjónabandssælu og hélt ég að ég hefði gjörsamlega klúðrað henni en þegar upp var staðið þá er ég ekki frá því að þetta hafi verið ein besta sem hefur farið inn um mínar varir.  En svo er ég alltaf að vandræðast með hvað ég get eldað fyrir þau sem er ekta íslenskt, svo hingað til hef ég einungis eldað grískt, mexíkanskt, kínverskt o.s.frv.  Ef þið hafið einhverjar hugmyndir þá endilega látið mig vita Smile. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hefði bara gefið þeim svið...

Jenni (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:53

2 identicon

ugh.. svið! Þú getur gefið þeim harðfisk.. bara svolítið vesen.. heheh Þetta með valentínusardaginn er svo rétt! Við vorum með svona sérborð fyrir valentínusardaginn með ýmis konar drasli, bókum um ástina, einhverjum böngsum og fleiru í þeim dúr.. á fólk ekki að sýna ást sína nema á ákveðnum dögum.. það er nú skrýtið! Bara á afmælum, jólum og valentínusardeginum!

Það er komið á hreint að ég er að fara til Spánar með fjölskyldunni í sumar.. Ég er ofboðslega spennt! og þegar við komum heim frá Spáni þá er einungis rúmlega mánuður þar til að þú kemur heim! Jibbý! það eru yfir 100 dagar þar til að við förum út þannig að ég ákvað að telja niður í páskafríið fyrst.. heh.. ég veit að ég er klikkuð! Það er bara svo mikið að læra og eitthvað leiðinlegt núna að maður þarf að hafa eitthvað til að hlakka til.. 

Karitas (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:23

3 identicon

Já það er alltaf gott að hafa eitthvað að hlakka til og eiginlega nauðsynlegt !  Núna er einn sólarhringur þangað til ég fer til parísar, svo fer ég að telja niður í páskafríið þar sem ég fer til Mallorca, næst sumarfríið og svo bara....kem ég heim !!  Haha

Ásbjörg (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:48

4 identicon

úú.. ég væri sko til í að fara til Parísar núna! Klara sagði mér einmitt að þú værir að fara til Mallorca.. fara foreldrar þínir ekki líka? En gaman! en jæja! Ég þarf að fara læra.. er sko í gati en eins og ég er þá náttúrulega varð ég að kíkja aðeins í tölvuna...

Karitas (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:26

5 identicon

ohh bloggid mitt eyddist thannig eg geri anands stutt! eg vildi segja ad eg kemst ekki naestu helgi eftir Alpana :( mig langar svo mikid ad koma og kikja a ykkur! helduru ad eg geti komid naestu helgi eftir?!

Stefan (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 13:34

6 identicon

en hvað fríið þitt hljómar kósý! Ég eyddi mínu fríi bara í veikindi  En er alveg að verða frísk og það er aftur að koma helgi svo ég held nú að þetta sé í góðu lagi!! Ég mæli með kjötsúpu eða plokkfisk í matinn, íslenskt og gott  Hafðu það svo gott stelpa!

Marta Bjög (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 13:19

7 identicon

Alltaf jafn gaman að heyra frá þér! En ég er að fara til London með Hróa á þriðjudaginn  það verður örugglega geggjað gaman, og það er örugglega pottþétt að við missum ekki af Keane  því það eru þrír tónleikar þegar við erum úti  tveir á Wembley !! svo er það bara H&M hehe jei! En ertu búin að fá gjöfina?? Hlakka svo til að vita hvað þér finnst! Jæja, ég á að vera að gera félagsfr. ritgerð  Láttu heyra í þér fljótlega!

Klara (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 17:15

8 identicon

Jább foreldrar mínir koma með mér og litli bró, ansi sátt   En já ekki gaman að eyða fríinu í veikindi, þú hefur rétt fyrir þér að fríið mitt var kósý...  en já Klara góða skemmtun í útlandinu og ég er loksins búin að fá gjöfina þína og var ótrúlega ánægð, ekki spurning... þú þekkir mig svo vel, fer ekki á milli mála ! 

Ásbjörg (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband