Mánudagur, 26. febrúar 2007
Full þjóðarstolti
Ég er búin að fatta það að ég get bara verið rosalega ánægð með það að vera Íslendingur. Þó geng ég ekki svo langt að klæða mig í peysur, boli og sokka með íslenska fánanum eins og vel þekktir Brasilíumenn. Eru þau svona stolt af því að vera Brasilíumenn ? Peningar hafa mikið verið ræddir þessa dagana og hversu mikilvægir þeir eru til hamgingju og svo framvegis. Í kjölfar þess hafa laun verið rædd og þar af leiðandi skattar. Fyrir skattana sem við borgum erum við að hafa það ansi gott, við fáum góða menntun og heilbrigðiskerfið er að mörgu leyti gott. En ef litið er á önnur lönd eins og t.d. Brasilíu. Þú vinnur 12 mánuði á ári og 4 af þeim fara í skatta sem gefur um 33%. Lítum þá á hvað þú færð fyrir þessa skatta : það eru almenningsskólar sem veita yfirleitt enga menntun og eru mjög lélegir svo að auki þarftu að borga einkaskóla fyrir barnið þitt ef það á að menntast og komast í háskóla en þá er annað vandamál. Einkaháskólarnir eru svo lélegir en auðvelt er að komast inn í þá en aftur á móti eru almenningsskólarnir þeir bestu en um 1 af hverjum 200 kemst inn. Annars þekki ég ekki nógu vel heilbrigðiskerfið en get ímyndað mér að um eitthvað svipað dæmi sé að ræða. Eigum við ekki rétt á því að vera svolítið ánægð með að vera Íslendingar ? Ég get sagt fyrir mína parta að ég er bara stolt og fyllist algjöru þjóðarstolti. Aftur á móti ber að líta á að mun auðveldara reynist að hafa góða stjórn á 300.000 manna þjóð heldur en 188 milljóna þjóð. En að sjálfsögðu erum við Íslendingar ansi grimm þjóð þar sem við veiðum hvali, ekki satt ?
Annars var ég líka að velta fyrir mér hvort að stundum sé maður of mikið að flýta sér að vera í framtíðinni og nýtur þar af leiðandi ekki líðandi stundar. Það sannast meðal annars með því að þegar maður er að láta sér hlakka til einhvers atburðar og bíður en á meðan maður bíður þá nýtur maður ekki líðandi stundar. Það er nauðsynlegt að taka einn dag í einu og lifa honum og það sem á eftir fylgir kemur yfirleitt bara af sjálfu sér. Ég er ekki að segja að það þurfi ekki að hugsa um framtíðina og plana heldur kannski ekki verða alveg upptekin af því. Til dæmis núna er ég að flýta mér að koma heim og útskrifast en það er svo vitlaust. Ég á ennþá rúmlega 4 mánuði hérna sem ég þarf að nýta.
Vikið að öðru þá átti ég yndislega 5 daga með Birni Steinari og Írisi. Vorum í París og nutum lífsins og náðum að gera margt, meira að segja náði ég að næla mér í nokkrar flíkur. Við borðuðum einungis góðan mat á flottum veitingastöðum og má ætla að kortið hafi verið vel staujað og ansi þreytt. Síðan fengu þau að kynnast lifnaðarháttum Bauer fjsk. en einnig voru þau kynnt fyrir lifnaðarháttum Íslendinga, mestmegnis Jónsfjölskylduháttum. Fengu þau vel að kynnast rigningunni sem er þekkt veður hérna í Metz en í París kynntumst við hinsvegar Íslendingum óþekkt fyrirbæri sem heitir sól og 15 stiga hiti í febrúar.
Ég hef átt í erfiðleikum með tölvuna mína þessa dagana og ætla að bjarga myndunum mínum og hef skellt þeim öllum inn á síðu sem er hérna í valmyndinni til hliðar og þar getið þið séð myndir frá ævintýri systkinanna í Frakklandi. Eins og þekkt er, er víst aldrei hægt að treysta á þessi fyrirbæri; tölvuna.
Athugasemdir
Skemmtilegar stjórnmálapælingar hér á ferðinni. Gangi þér vel.
kveðjur
Steingrímur Páll (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:56
Heheh.. er Paula alltaf klædd í fánalitum Brasilíu? Ég er alveg sammála! Við megum vera stolt yfir þjóðerni okkar, eða allaveganna oftast
Við megum líka vera mjög þakklát fyrir að hafa fæðst sem Íslendingar og ég held að fólk geri sér oft ekki grein fyrir því hversu heppin við erum..
Um að gera fyrir þig að njóta hvers dags því þeir eru þannig séð ekki það margir eftir.. ég samt verð að hafa eitthvað til að hugsa um, hlakka til, eins og er því það er svo mikið að gera.. ég til dæmis hlakka til miðvikudagsins eftir klukkan 4 því þá verð ég búin í 35% líffræðiprófinu mínu
ohh.. ég væri til í 15 stiga hita núna.. það voru -7° eða eitthvað í morgun, en það myndi duga til þess að þurfa ekki að fara í skólasund í grunnskólanum.. ég væri sem sé mjög glöð yfir -7° ef ég væri enn í grunnskóla..
Annars er ég bara kát þrátt fyrir töluvert nöldur í mér..
Kossar og knús!
Karitas (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 22:05
Fekkstu meil fra mer? Aetlid tid systur ad koma? Aetladi ad senda Paolu lika meil en eg er ekki med adressuna hennar.... MariaElena og Gretchen aetla ad reyna ad maeta en eg hef ekkert heyrt i nyju stelpunum.
Hvernig er tetta svo med hann Stefan?
ArnaLara (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 15:57
Við systurnar mætum að sjálfsögðu en þetta með Stefan held ég að gangi ekki upp, helgina sem hann vill koma gengur ekki upp á þessu heimili.... og það er líka helgin fyrir afmælið þitt og helgina eftir er AFS helgi.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 18:11
HEJA!
æði að sjá myndir af ykkur systkinum :)
...og heyrðu góða mín, þú verður að borða meiri rjóma :)
-lovju og fylgist alltaf með þér fallega stelpa-
kram fra DK
Andrea, Davíð & Sóley Ásta (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 13:28
Mig dreymdi þig í nótt.. það var gaman
Í gær dreymdi mig að ég væri ólétt.. það var ekki gaman... Hvað segiru annars gott?
Karitas (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 21:44
Ég fylgist líka alltaf með ykkur, sætu fjsk. í DK. Haha mig dreymdi líka að ég væri ólétt um daginn er alveg sammála þér en vildi gjarnan dreyma þig. Annars er ég hress eins og ávalt !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 12:15
Hæhæ frænka, flottar myndirnar þínar! var að skoða þær og fyrsta mál á dagskrá er, varstu að fá þér permanett?? :O I love it, ætla einmitt að fá mér kannski bráðum aftur;) ..og annað mál á dagskrá, ótrúlega flott og krúttuð svart-hvíta myndin af þér og Paulu.. og þriðja, afhverju er Paula að brenna mynd þarna í einu albúminu? var hún alveg heartbroken? ;)
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 19:28
1. Já ég var að fá permanett
2. Alain (fósturbróðir minn) sem er listamaður tók hana, þess vegna er hún svona flott
3. Hún var að reyna að gleyma einhverjum gæja í Brasilíu og þetta var eitt af hennar róttæku ráðum.
Þú verður að fá þér permanett þá getum við verið soldið svona eins og þegar við vorum litlar, það voru góðir tímar. Það er að segja þegar við höfðum gaman af því ef fólk spurði hvort við værum tvíburar
Annars skila ég bara kærra kveðju til ykkar allra og knús til þín frænka !
Blogg kemur áður en dagur er að kvöldi kominn.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.