Sunnudagur, 11. mars 2007
Sól, sól skín á mig. Ský, ský burt með þig.
Það er alveg ótrúlegt hvað veðrið getur haft mikil áhrif á skapið í manni. Að vakna með sólskini og 10-15 stiga hita er alveg ómetanlegt. Þetta gula fyrirbæri sem við sjáum stundum hátt á himnum á mikinn þátt í að gera lífið ennþá yndislegra en það er og ylja manni um hjartarætur. Rigningin dregur hins vegar úr manni allan kjark og löngun til að "vera", allir fela sig undir reglhlífunum sínum sem þeir draga upp úr töskum og vösum um leið og einn dropi fellur, hlaupa um göturnar og gefa sér ekki tíma til að gefa næsta manni eitt lítið bros. Dagurinn í dag er hins vegar dagur til að brosa.
Í nótt dreymdi mig að ég væri á Íslandi og skemmti ég mér við það að synda í kalda sjónum þar, svo heppilega vildi til að ég var í öllum fötunum og að auki með skólatöskuna og íþróttatöskuna. Þegar ég hafði lokið sundspretti mínum uppgötvaði ég að skóla- og íþróttataskan voru ekki lengur á sínum stað. Ég var að sjálfsögðu ekki sátt með það en í því vaknaði ég... Svo datt mér í hug ansi skemmtileg túlkun á draum þessum. Kannski er þetta merki um að ég eigi aðeins að taka því rólega í rætkinni og skólanum, það er að segja vera ekki að leyfa þessum hlutum að valda mér áhyggjum. Því eins og er, eiga þessir tveir hlutir hug minn allann. En þó tel ég ekki skrýtið að mig hafi dreymt þetta þar sem öllum í kringum mig þykir ég fara of oft í ræktina og taki skólanum of alvarlega.
Nú finnst mér tíminn líða of hratt og ég hef varla tíma til að stoppa og líta á kringum mig. Ég hef það á tilfinningunni að hann hlaupi á ógnarhraða eða eins og skrattinn sé á eftir honum. En hvorugt af þessu getur reynst rétt, heldur hlýtur bara að vera svona ofboðslega gaman hjá mér að ég hef þessa óþægilegu tilfinningu.
Athugasemdir
Ójá það getur öllu breytt að hafa gott veður! Það var mjöög leiðinlegt veður hérna í gær en núna er það bara ágætt.. þótt það sé ekki gott þá er maður samt þakklátur fyrir að það sé ekki verra..
Þótt það sé frábært að þú sért að einbeita þér mikið að skólanum þá máttu ekki ofgera þér.. Njóttu tímans sem þú hefur þarna! "Time flies when you´re having fun!" Þetta er sko alveg rétt 
Kossar og knús!
Karitas (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 15:54
Hæj sæta:D Ég held ég eigi við sama vandamál að stríða, mamma stoppaði mig einn daginn þegar ég ætlaði í 3 tíma í röð í ræktina, henni fannst það víst aðeins og mikið! En jæja geggjað stórt knús til þín og njóttu lífsins;)
Unnur (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:06
Hæhæhæh sætasta.. ég vildi bara segja að ég sakna þín svooo mikiððð.. kossar og knús.. :***
Anna Sigríður (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 00:16
blessud,langadi bara ad skella inn sma kvedju, skodadi myndina thar sem thu ert ordin krullhaerd, rosalega ertu saet! thetta fer ther vel. Langadi svo bara segja ther hvad mer finnst tu vera klar stelpa, finnst gaman ad lesa bloggin thin. Sjaumst vonandi i sumar! Kristin sveina
Kristin sveina (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 15:23
Það eina sem ég sakna ekki við Ísland er veðrið... en alltaf gaman að eiga einhvern sér líkan
Ég sakna þín líka Anna Sigga !!! Svo er nú ekki af verri kantinum að fá kveðju frá nágranna sínum ítalanum, ekki spurning að við sjáumst í sumar !!!
Ásbjörg (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 06:39
Ekkert sma flottar myndir af ykkur systrunum. Svart hvita myndin er i uppahaldi ;)
Ragnheidur (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 09:44
Haha hún er í uppáhaldi hjá öllum, enda á ég svona líka hæfileikaríkan "bróðir". Samt toppar hann aldrei þá alvöru bræður sem ég á !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:46
hey Asbjörg, eg verd ad fara ad hringja bradum i thig! hvad er simanumerid thitt? heima hja ther semsagt?
kvedja stebbi
stefan (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 19:28
Minnir mig a tad ad eg aetladi alltaf ad kikja a mynd af "brodir" tinum :p
Ragnheidur (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 19:44
Númerið mitt er þar sem eru upplýsingar um mig hérna á síðunni.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:00
Þú ert æði
Karitas (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:18
ja en eg bad um simanr thitt heima hja ther! en thad skiptir ekki mali, eg hringi i kvöl ;)
Adieu
stebbi (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 09:49
Takk fyrir afmæliskveðjuna
Skemmtu þér vel úti í Frakklandi
Tóti (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 01:01
já ég þarf eiginlega að hringja í þig sem fyrst... hef ekki heyrt í þér síðan í lok ágúst
Jenni (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 14:51
Hæ sæta:)
Æðislegt að heyra hvað það er gaman
Þú ert mega babe með krullurnar
núna erum við orðnar aðeins líkari,,, þótt við verðum það aldrei;) hehehe
heyri í þér fljótt elskan;)
love you og halltu áfram að njóta lífsins í Frakklandi
bæ bæ og 1000 kossar,, þín vinkona Tinna
Tinna Pálma (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 09:07
Ekki spurning, ég nýt lífsins í Frakklandi og hvar sem er, þið verðið líka að gera það !!
Ásbjörg (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 11:19
Ekki spurning, ég nýt lífsins í Frakklandi og hvar sem er, þið verðið líka að gera það !!
Ásbjörg (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.