Gamlar hliðar skjótast upp

Allt er svo eymdarlegt án þín hér, án þín ei sólin lengur skín hér... og ÞÚ eruð þið sem saknið mín.  Og satt er það að sólin ei lengur skín hér heldur ákvað einhver þarna uppi að henda litlum hvítum kúlum á okkur í dag.  Skrapp sólin kannski í heimsókn til ykkar í dag ?  Vilduð þið kannski vera svo væn að skila henni aftur á morgun. 

Um helgina sýndi ég víst á mér hliðar sem hefðu betur mátt sleppa að sjást.  Ég kom heim uppgefin eftir frábæra afmælishelgi hjá Örnu Láru og beið mín ekki svo innilega skemmtilegur heimalærdómur í sögu.  Þráðurinn var því ansi stuttur hjá mér og bræddi fljótt upp í minni þegar ekki tókst eins vel til og hefði viljað.  Ég sýndi semsagt á mér freku, dramatísku, barnalegu, pirruðu, þrjósku hliðina sem ég hélt að ég hefði skilið eftir heima en hún var einhverstaðar þarna falin og fékk aðeins að sýna sig.  En það var ekki slæmt þar sem við gátum vel skemmt okkur eftir á og hlógum dátt af hegðun minni.  Og þar með sannaðist að það er víst oft ansi stutt á milli hláturs og gráturs, gleði og sorgar.   

Svo hef ég sett myndir frá afmælinu inn á myndasíðuna.  Myndirnar held ég að tali sínu máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þér tókst allavega að halda þessari hlið frá svona lengi ;) gaman að heyra frá þér, vona að sólin komi fljótt aftur til þín :Þ hérna er bara skítakuldi og snjór, btw útaf því klessti ég á staur sem er fyrir neðan brekkuna heim til Heiðrúnar :S ekki gaman og á bílnum hans Hróa :O en það er allt í lagi með okkur :) sakna þin óendanlega mikið :'( sé þig í júní ;)

klara (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 17:56

2 identicon

Ég hef reyndar ekkert mikið fengið að kynnast þessu skapi þínu en þar sem að þú ert jú Íslendingur þá má maður alveg eiga von á þessu. Hef samt fengið að kynnast þeirri dramatísku

En hvað segir annars littli stónerinn vona að þetta hafi verið jurtatóbak, það er alveg greinilegt að þú ert MH-ingur

Jenni (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 18:10

3 identicon

Já þetta var í fyrsta og seinasta skipti sem hún fékk að sýna sig, lofa !  Hafið engar áhyggjur þetta er ávaxtatóbak og var gert með leyfi foreldra  

Ásbjörg (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 20:51

4 identicon

Oogedslega efnilegt afmaeli :D;D takk fyrir ad maeta ;)

ArnaLara (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:50

5 identicon

hmm..held ég kannist nú eitthvað við þessa hlið hehe, þú ert æði...hlakka óendanlega til að fá þig heim;**

Heiða (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:35

6 identicon

Við fengum sólina sko ekki lánaða.. væri samt alveg til í það Maður kannast svo við þetta, að vera ógeðslega pirraður eina stundina og svo rosaglaður aðra.. svona er þetta bara! Suma daga er þráðurinn bara styttri en aðra... heh.. ásbjörg mín! bara farin að reykja.. njee.. fyrst það er ávaxtatóbak þá sleppur það Hey! MH vann morfís um daginn.. og Birkir Blær (okkar maður) var valinn ræðumaður Íslands.. geðveikt gaman! en ekki svo gaman þegar við töpuðum fyrir MK í undanúrslitum gettu betur... ekki gaman..! Það var líka svo tæpt! Við stelpurnar erum að undirbúa eyjaferð og felur það m.a. í sér að ákveða hvernig peysur við eigum að kaupa og að kynnast afa hennar Önnu Siggu svo hann leyfi okkur að vera hjá sér.. það myndi redda öllu að hafa svona safe house Kossar og knús!

Karitas (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:16

7 identicon

Ég ætla rétt að vona að það sé reiknað með mér í eyjahugleiðingum...  ég treysti á þig, Karitas !!!  Já ég var búin að frétta þetta með Birki Blæ, frábært en hins vegar leiðilegt með Gettu betur

Ásbjörg (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband