Frelsi ?

Líðandi helgi velti upp ýmsum hugsunum.  Það var semsagt AFS helgi, þar sem hver og einn var tekinn og spurður spjörunum úr til að kanna hvort allt gangi ekki vel.  Orðið beindist að því að hafa frelsi eða ekki...  Ég og Paula teljum okkur til dæmis hafa frekar mikið frelsi og er það þá dæmt í því hvort við megum fara út á kvöldin og þess háttar.  Svo voru sumir sem fá jafnvel aldrei að fara neitt út og þar af leiðandi ekki með þetta svokallaða frelsi.  Þá í allt öðru samhengi var ég svona að velta fyrir mér hvað frelsi væri í raun og veru.  Er frelsið þegar þú hefur um endalausa möguleika að velja eða þegar þú hefur valið einn möguleikanna ?  Flestir myndu svara því að það væri þegar þú hefur alla möguleikana en er ekki meira frelsi í því að þurfa ekki að vera í þeirri stöðu að vita ekki hvað eigi að velja heldur vera viss um hvað þú vilt  ? þetta er spurning ?  

Skellum okkur þá í aðra og skemmtilegri sálma.  Hún Paula hefur þann skemmtilega eiginleika að vera alveg einstaklega óheppin.  Henni tekst að skemma alla mögulega hluti heimilisins, týna öllu og svoleiðis mætti áfram halda.  Henni tókst meira að segja næstum því að kveikja í húsinu.  Þegar ég kom heim úr ræktinni einn daginn ákváðum við í flýti að fara að sjá einhverja danssýningu það sama kvöld.  Ég hendi mér þar af leiðandi í sturtu og hún tekur að sér að elda matinn á meðan.  Ég er þarna í rólegheitum mínum í sturtunni þegar rafmagnið fer skyndilega af og heyri ég ekki Paulu öskra og æpa á Claude og hlaupa um allt.  Ég skil náttúrulega ekkert í þessum kjána, hvað hún er að kippa sér upp við það að rafmagnið fari af í smá stund og Claude greinilega hugsaði það sama þar sem hann brást varla við öskrum hennar og æpum.  Það næsta sem ég sé út um gluggann er bara eldur... þegar ég svo kem úr sturtunni fæ ég skýringar á öllum látunum.  Þá hafði hún semsagt kveikt í djúpsteikingarpottinum sem var ofan á eldavélinni og svo óheppilega vildi til að hún hafði kveikt á vitlausri hellu og þar af leiðandi kviknaði í...  Claude reddaði svo málunum með því að henda vélinni út um gluggann.  

Svo bara minna ykkur á að það skiptir öllu máli að vera jákvæður, það breytir öllu.  Maður getur engu tapað á því að vera jákvæður en með neikvæðni þá tapar maður öllu.  Finnst ekki öllum best að vinna og verst að tapa.  Einfalt þetta líf !  Spurning um bjartsýni og jákvæðni, velja það góða eða vonda.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið mynduð teljast heppnar með "foreldra".. maður hefur heyrt dæmi um það að krakkarnir megi ekki fara út eftir kvöldmat.. sem er nú alveg glatað þegar um er að ræða 19 ára krakka! En greyið hún Paula.. það koma kannski svona dagar hjá manni en sem betur fer ekki oft! 7-9-13! Ójú Ásbjörg mín.. það er sko heldur betur gert ráð fyrir þér þegar við tölum um eyjaferðina okkar!! Kossar og knús!

Karitas (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 00:03

2 identicon

hvad er svona ofrelsilegt ad vera med mikid ad hugmyndum i kollinum sem mannnig langar ad gera og hefur frelsid til ad gera, en ad hafa eina hugmynd og hafa frelsid? Eg get ekki sed ad thetta med einu hugmyndina sem eitthvad meira frelsi.. kannski betra fyrir tha sem eru ovissir, og erfitt fyrri ad velja, en thad kemur ekki neinu ofrelsi vid! held eg!
jii.. heppin systir thin!
Annars get eg gert allt, en eg er held eg eins og thu bentir a tharna nidri, eg er ekki nogu bjartsynn til ad fara og gera hlutina!

stefan (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 08:21

3 identicon

Hæ frænka! 

ég er kíki orðið alltof sjaldan á bloggsíður sé ég! Hafði allavega fullt nýtt að lesa. Það verður nú gott að sjá þig eftir nokkra mánuði, hlakka mikið til.

Stórt knús frá mér!
Guðrún (sem er byrjuð í ræktinni og á góðri leið með að ná markmiðum samningar okkar;))

Guðrún Ásdís (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 09:34

4 identicon

Damn.. þetta er einmitt ástæðan fyrir því afhverju kærastan mín fær ekki að elda

Jenni (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:54

5 identicon

Skilgreining Descartes á frelsi er þessi, ég var bara að velta þessu fyrir mér því flestir myndu svara því að hafa alla vegi opna væri frelsið en samkvæmt Descartes er frelsið þegar þú hefur valið veginn.  

Já alveg fáránlegt þessir "foreldrar", sumir leyfa bara að nota tölvuna einu sinni í viku, leyfa ekki að horfa á sjónvarpið osfrv.  Það er nú samt eitt með Frakkland að það er yfirleitt ekkert gert eftir kvöldmat á virkum dögum, við Paula fáum bara að fara út eftir kvöldmat ef það er eitthvað sérstakt um að vera, ekki bara til að hitta vini eða fara í bíó...  samt taldar hafa frelsi !

Ég man ekki minn hluta samningsins

Er verið að alhæfa kvenmönnum hérna eða hvað ?  Það eru sko ekki allir svona æðislegir eins og "systir" mín skal ég þér segja.    

Ásbjörg (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:11

6 identicon

Ég hef samt alveg heimildir fyrir fleirri svona ,,slysum" sem tengjast eld og eldavél.. Það hljóta samt að vera einhverjar konur þarna úti sem kunna almennilega til verka í eldhúsinu

Jenni (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:49

7 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

Frelsi er að kjósa ekki vinstri stjórn í kosningum.
Hvað er annars títt?

Steingrímur Páll Þórðarson, 26.3.2007 kl. 21:51

8 identicon

Því er ég ekki sammála að öllu leyti...  Annars er allt gott að frétta héðan úr hitanum og ekki verra þegar fer að líða að páskafríi þá eru menn yfirleitt bara kátir.  

Ásbjörg (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 21:45

9 identicon

hefuru e-ð spáð að verða heimspekingur??  hehe, gaman að lesa bloggið og mjög upplífgandi, kosningavikan kláraðist í dag og margt að gerast :) sakna þín ekkert smá  En skemmtu þér vel og hlakka til að heyra meira frá þér!

klara (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:21

10 identicon

Haha, ég er ekki nógu klár til að verða heimspekingur... sakna þín líka ég var að sjá mailið þitt, ég svara þér bráðum

Ásbjörg (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband