Föstudagur, 13. apríl 2007
Mallorcaveðrið ekki á Mallorca...
Þá er páskafríið að taka enda og get ég ekki annað sagt en að það hafi verið alveg æðislegt. Ég hafði í fyrsta skiptið á ævi minni tvær mömmur og tvo pabba til að passa upp á mig. Það er alltaf gott þó svo maður sé orðinn sjálfráða og stór stelpa. Sólin var í einhverjum feluleik og vildi ekki mikið sýna sig en hún varð víst eftir í Frakklandi og beið okkar þegar heim var komið. Okkur fannst hins vegar ekki skemmtilegt þegar við heyrðum að bæði á Íslandi og í Frakklandi væri 20° og yfir meðan við höfðum ýmist 11° og rigningu. Þrátt fyrir það tókst okkur að fara einn daginn á ströndina og busla aðeins í sjónum. Annars naut ég þess að vera með báðum fjölskyldum mínum og ekki þarf maður meira en það til þess að skemmta sér.
Eins og ég sagði er komið vor í loft í Frakklandi og veðrið alveg æðislegt. Núna sit ég úti með tölvuna mína í 27° C og klukkan að renna í 6. Framundan eru góðir tímar, 3 mánuðir af góðu veðri þar sem lundin er léttari á manni hverjum og lífið litríkara. Næstu vikur og mánuði mun ég án efa stunda hjólatúra í fjöllum og fallegri nátturu í 30 mín fjarlægð auk þess sem ég mun drekka kaffi á verönd kaffihúsanna og spjalla um lífið og tilveruna. Þó viðurkennist að ég hlakka ekki til að sitja inni í skólastofu í óþolanlegum hita og læra.
Ég ætla að vona að þið hafið haft það gott í páskafríinu jafnvel þó svo þið hafið ekki haft tvenna foreldra og besta litla bróður í heimi. Þið áttuð það kannski eftir allt rétt á sólinni.
Athugasemdir
Já hvað var það? Ekki gott veður á Spáni... það er bara rugl! en gott að þú skemmtir þér og eins og þú sagðir þá snerist málið um fólkið sem var með þér.. :) ég kom inn á síðuna um daginn og þá var bara allt dottið út.. nýjasta færslan var 30 desember! Ég fékk áfall! "Hvernig á ég að geta fylgst með Ásbjörgu minni ef síðan er að bila?!" hugsaði ég, en núna er greinilega allt í lagi þannig að ég góð :o) Söngkeppni framhaldsskólanna er í kvöld og fyrir hönd MH keppa Hnokki, Addi, Aron og Viktor en þeir syngja bleika pardusinn án undirleiks.. ég hlakka mikið til að sjá þá en þetta var rosalega flott hjá þeim á forkeppninni! Keppnin er samt á Akureyri en við stelpurnar ákváðum að fara ekki vegna peningaleysis einhverra og stórra prófa í næstu viku hjá mér! Við horfum bara á þá í sjónvarpinu! Ég vildi að þú yrðir með okkur! Sakna þín... kossar og knús!
Karitas (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 16:00
Hæ hæ hvernig hefur þú það. Ég er í Súluhöfðanum eins og svo oft áður. Það er búið að vera gaman um páskana hjá mér og vonandi líka hjá þér. Afi kom labbandi úr Grafarvoginum og hann biður að heilsa. Ég sakna þín og hlakka til að sjá þig í sumar, bestu kveðjur frá BESTU FRÆNKU BIRNU HRÖNN
Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:50
Já ég tók eftir þessu með síðuna en hélt þetta væri bara bilun í minni tölvu... Þú verður að segja mér hvernig strákarnir stóðu sig ! Ég lofa að sjá til þess að þú getir fylgst með mér Karitas mín
Elsku besta frænka ! Ég hef það bara rosalega gott í góða veðrinu hérna og er nú viss um að þú hefur það gott í Súluhöfðanum þrátt fyrir fjarveru mína
Ég sakna þín líka en nú er nú ekki langur tími þangað til ég kem heim !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:35
Komnar inn myndir frá páskafríinu, njótið !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:06
Ohh... strákarnir lentu ekki í sæti! Þeir unnu samt símakosninguna.. :) Þetta var rosalega góð keppni og óvenju margir góðir keppendur.. en samt tókst dómurunum að setja léleg atriði í annað og þriðja sætið.. eða kannski ekki léleg en það voru önnur mun betri atriði sem áttu sætin frekar skilið. Strákarnir hefðu alveg mátt lenda í einhverju sæti! Það sýnir sönghæfileika að geta sungið undirleikslaust í fjórum röddum, hætt í smá tíma (þegar Aron spilaði á saxófóninn) og komið inn aftur á sama tóni.. en neei.. það sér Bríet Sunna ekki! Heh.. geðveikt tapsár.. æjh já.. Bríet Sunna var sem sagt í dómnefnd...
En allavegana! Fékkstu emailið frá mér?
Karitas (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:07
ps. flott útlit á síðunni
Karitas (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:08
Fékk emailið frá þér :) Leiðilegt með strákana en þetta er alltaf saman, alveg soldið fáránleg dómnefnd...
Ásbjörg (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 18:06
blogga meira ...
Steingrímur Páll Þórðarson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:28
Jæja, langt síðan ég hef kíkt á síðuna þína! ég hitti tvíburabróðirminn og bekkin í París um daginn, ég verð að segja að það var vægast sagt skrýtið, annars er hitinn líka að fara með mig núna, ég fór út úr skólanum um daginn og það var 35 í skugga, ég er að tanast eins og ég veit ekki hvað. Heppin að hafa kaffihús rétt hjá þér samt, næsta kaffihús við mig er í svona 20 km fjarlægð, en annars, hafðu það bara gott og njóttu góða veðursins!
Ciao
Bisous Gummi
Gummi (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 18:04
Blogga(klapp, klapp, klapp) blogga(klapp, klapp, klapp)
Koma svo !
Klara (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.