Frönsk menning drukkin í sig

Tónleikar voru haldnir í Salle Europa þann 25. apríl 2007.  Meðal annarra kom fram Asbjörg JÖNDOTTIR og söng hún lagið Meo Per eftir Bubba Morthers.  Ekki hafði verið vel æft fyrir tónleikana þar sem söngkennarinn er ansi óskipulögð, það endaði með því að hún spilaði sjálf með eftir að hafa séð lagið einu sinni.  Fröken JÖNDOTTIR lét það ekki trufla sig og stóð sig með prýði enda með tvo stuðningsmenn sendar með einkaflugi frá Íslandi ; Unnur og Vallý.  Að sjálfsögðu var pantað gott veður fyrir Íslendingana sem komu úr vonda veðrinu.  Góða veðrið leyfði sólböð á daginn og spjall fram á nótt úti á palli.  Kom mér þó á óvart að Íslendingarnir versluðu ekki mikið en völdu frekar að drekka í sig menninguna.  Þær lifðu mínu franska lífi, með minni frábæru fjsk., á kaffihúsum bæjarins eða í söng og danstímum.  Svefntíminn var þó frekar íslenskur og óskynsamlegur en því sér maður að sjálfsögðu ekki eftir.  Á meðan ég þurfti að vakna eldhress og fara í skólann fóru þær og fengu sér ekta franskan morgunmat ; croissante og kók (hefði reyndar þurft að vera kaffi til að vera ekta franskt).  Eftir hádegi leyfðum við svo sólargeislunum að kitla nefin okkar á meðan við röltum um þennan fallega bæ; Metz, þar sem ég held við höfum kynnst hverju einasta horni og skúmaskoti.  Að mínu mati kynntumst við kaffihúsunum best þar sem við gátum setið, ég með kaffibolla og Íslendingarnir með kók (þær eru ekki orðnar jafn franskar og ég strax, enda hef ég 7 mánaða forskot). 

Ég sendi ykkur sólarkveðjur og biðst innilegar afsökunar á bloggleysi síðustu vikuna en ég hef mínar ástæður.  Aðdáendurnir tóku allan minn tíma...( það er að segja ég týmdi ekki að eyða tíma mínum með aðdáendum mínum í að blogga)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að lesa bloggið þitt áðan og ég hálf öfunda þig. Sit hérna heima á Íslandi í roki og rigningu, og það er kannski 6 - 8°C ... Miðað við þig í tuttugu og eitthvað stiga hita... he he

Annars frábært að vita að þér líði vel þarna úti 

Gunnar Diego (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:55

2 identicon

Ég er búin að setja inn myndir !

Ásbjörg (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 06:50

3 identicon

Ruslpóstvörn? heheh... aldrei séð svoleiðis áður! Ohh.. hvað ég hefði viljað fara í heimsókn til þín...  fá mér crepes avec nutella.. Mmm   en svona er þetta! Kossar og knús!

Karitas (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 12:42

4 identicon

Skemmtilegar myndir ;D Eg pant koma bradum i heimsokn okeee?

Tid systurnar faid svo tolvuskeyti sem fyrst med upplysingar um utileguuu ;)

ArnaLara (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 15:42

5 identicon

seinustu dagar þínir hljóma mjög skemmtilega.. sé frekar mikið eftir því að hafa ekki farið sjálfur sem skiptinemi þegar að ég hafði tækifæri til þess.. hver bloggfærsla sem kemur frá þér hljómar eins og ævintýri, það er greinilegt að þú nýtur þess að vera í Frakklandi


b.t.w. þá setti ég nýja síðu sem ég var að hanna undir nafnið mitt .. ég veit að það eru engin myndbönd í þeirri síðu en þú getur séð eitthvað af því sem ég er búinn að vera að gera undanfarið

Jenni (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:40

6 identicon

jæja, þá getum við allavega farið saman á kaffihús og fengið okkur kaffi saman ;) er nebbla byrjuð að drekka það svona stundum :P gaman að heyra frá þér og er byrjuð að telja niður dagana þangað til ég kem til þín í júní :D 53 dagar(sirka) :P

klara (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 18:54

7 identicon

vá það hlýtur að hafa verið óendanlega gaman hjá þér seinustu daga, og að fá að sjá fjölskyldu og vini aftur:)...haltu áfram að hafa það gott þessa seinustu mánuði og ég hlakka svoooo til að fá þig heim aftur;**

Heiða (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 22:53

8 identicon

Ég hlakka líka til að koma heim og hitta ykkur öll !  Ég ætla samt sem áður að njóta síðustu mánuðanna  

Ásbjörg (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband