Laugardagur, 5. maí 2007
Sólarkveðjur alla leið til ykkar !
Ég held áfram að gylla á mér bringuna þó svo skólinn taki víst sitt pláss líka. Núna er Paula komin til Spánar en hún fór þangað í gær með skólanum og mun dvelja eina viku. Heimilið er tómlegt án hennar en ég geri mitt besta í að reyna að fylla upp hennar pláss, það mun hins vegar reynast erfitt þar sem hún tekur mikið pláss !
Þessa dagana líður mér vel og vill þá þannig til að ég nenni ekki að gera neitt, ég er löt. Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar mér líður vel þarf ég ekki að fylla dagana og hausinn af hlutum að hugsa um því engar vondar hugsanir komast að. Að einhverju leyti get ég komist að því að það sé betra að mér líði ekki neitt rosalega vel. Þá hef ég nefnilega eins og ég segi þörf fyrir því að fylla hausinn af alls konar hlutum, það gæti átt við ; læra, spila á píanóið, syngja, lesa o.s.frv... Þessir hlutir láta mér þá líða betur þó ekki jafn vel og mér líður í dag... Hvort er eigilega betra þá ? Á ég að vera í vondu skapi eða góðu skapi ? Ég komst að því að ég ætla að vera í góðu skapi og pína mig til að gera þessa hluti því einu sinni þegar maður er byrjaður þá er maður kannski ekki alveg jafn latur. En eitt er víst að maður á sína slæmu daga eins og maður á sína góðu daga, og gott jafnvægi á milli þeirra held ég sé bara best. Þá gæti ég bara sagt : "Mér finnst bæði betra..." Til að sjá að góðu dagarnir séu góðir þarf maður á þeim slæmu að halda og svo framvegis...
Má ég til að trúa því að á ég er búin að vera hérna í 8 mánuði ? 2 og 1/2 og ég er komin ! Nú fer lífið að vandast, ætli mig langi nokkuð að koma heim. Ég fæ kossa á báðar kinnar alla daga frá a.m.k. 10 manneskjum, sólin mun kitla nefið alla daga hér eftir, ég sit á kaffihúsi með kaffibolla (í sólinni), ég kem heim í hádeginu í a.m.k. 2 klst til að borða heitan mat, ég á besta söngkennara í heimi, ég á systur (það jafnast þó ekki á við tvo íslenska bræður)... Ég geri listann ekki lengri að þessu sinni. Hvað get ég eigilega beðið um meira ? Ykkur ! (þ.e.a.s. þið sem lesið þetta blogg og einungis ef ykkur hlakkar til að ég komi heim) Ég get alltaf reynt mitt besta, flytja ykkur inn til Frakklands eða jafnvel flytja alla góðu hlutina til Íslands ?
Ég sendi ykkur hlýjar sólarkveðjur með tilheyrandi kossum og knúsum !
Athugasemdir
Elsku Ásbjörg. Þegar þú kemur heim getum við boðið þér:
Ég geri listann ekki lengri en geturðu beðið um meir ??? Er eitthvað á honum, sem þú hefur nú en ekki hér ???
Elsku Ásbjörg, þetta voru skemmtilegar hugleiðingar á laugardagsmorgni, ég var einmitt í svipuðu stuði, leið vel og nennti ekki endilega að fara að gera eitthvað s.s. vinna í garðinum, vaska upp, skúra, vinna, þvo bílinn ..... En mér fannst ég verða að lista upp þá yndislegu hluti sem bíða þið þegar þú kemur loksins heim í sumar og hversu mikið okkur hlakkar til að fá þig aftur heim.
Þinn pabbi
Jón Pálsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:54
Ég hugsa að þessu sé ekki svarað með neinum orðum... þú toppaðir mig og gafst mér endalausa löngun til að koma heim ! Var það kannski það sem ég var að biðja um...
Ásbjörg (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 10:16
heyrðu vinan! Ekki vera gera mann svona áhyggjufullan.. þú skalt sko koma heim á tilsettum tíma því við söknum þín alveg ógeðslega mikið!! Allt það sem pabbi þinn sagði og meira er í boði...:o) við hlökkum mega mikið til að sjá þig! ;)
Karitas (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 20:32
Hæjj:D það er ekki nema rúm vika síðan ég var í heimsókn en ég sakna þín samt óóóótrúlega mikið strax aftur! Ég talaði við Vallý og hún sagði mér að ég yrði að lesa nýjasta bloggið þitt.... Ég skal bara búa til útikaffishús í garðinum mínum og setja stóran lampa yfir sem getur verið sólin fyrir þig, svo ætlar pabbi þinn greinilega að gera nóg af espressó þannig þetta er allt klappað og klárt;)
Unnur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 00:02
Þú getur nú samt ekki neitað því Unnur mín að lífið í Frakklandi hafi verið æðislegt ???
Ásbjörg (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 09:51
Sæl og bless elsku Ásbjörg, nú hef ég farið í röðina á eftir fjölskyldu þinni og vinum og hef því nú þegar opnað útikaffihúsið cafe Nína
þar verður alltaf sól (nema þegar skýað)
alltaf til kaffi jafnvel hvítvín á góðum degi
, endalaust spjall um lífið og tilveruna, hvatning til áframhaldandi góðra verka, vinátta og notaleg þögn þegar við á. Hlakka mikið til að sjá þig, knús og kram þar til í júlí Nína.
Nína (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 11:31
heyrðu litla mín, ég efast ekki um að lífið í Frakklandi sé yndislegt, finnst leiðinlegt að ég hef ekkert haft tíma til að koma að heimsækja þig og upplifa þetta með þér
en ég er alveg viss um að þú átt eftir að finna sömu hamingju og gleði hérna heima þar sem að ég held að þú hafir allt til alls hér (sýnist það allavega á skrifunum hérna fyrir ofan
) nema kannski menninguna, en við höfum nú okkar sér-íslensku menningu sem er ekki slæm!;) er farin að verða hrædd um að þú viljir ekki koma heim.
p.s. ég er nú nógu svekkt yfir því að hafa þig ekki 26.maí (þ.e.a.s. á útskriftinni minni) því að maður er nú vanur að hafa þig hjá sér á ÖLLUM stóru dögunum hingað til. ég held ég sé of góðu vön. Viltu ekki bara koma heim núna?
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 20:23
Hehe, nei ég neita því ekki, það er rétt;)
Unnur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 20:26
Hæ hæ. Maður er ekki búinn að sjá þig nokkuð lengi, þannig að ég held að þetta sé frábært frá ölum hliðum. þ.e fjölskyldunni, vinum og allra síst sjálfri þér.. :D
Mér er farið að hlakka til að sjá þig og heyra í þér, enda ekki búinn að sjá þig frá því að þú fórst...
Ég vona að þér líði sem allra bezt og gangi þér vel ;)
Þinn vinur: Gunnar Magnús Diego
Gunnar Diego (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 04:42
Ég mæti á Cafe Nína um leið og ég kem heim, ekki spurning ! Það hvíslaði líka að mér lítill fugl að þar væri góð þjónusta...
Ég væri alveg til í að skella mér heim í útskriftina þína ef þú borgar flugið og talar við AFS
Annars er það besta sem ég hef upp á að bjóða er að ég verði með þér í anda...
Ásbjörg (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 05:58
Ohh vá Ásbjörg! Þú trúir ekki hvað ég hlakka til að fá þig heim! Við stelpurnar erum búnar að vera að skipuleggja verslunarmannhelgina. Ég ætla RÉTT að vona að þú ætlir að koma með okkur til eyja, er það ekki? Ekkert gaman nema þú komir :D Við verðum samt að finna út úr þessu í sambandi við að kaupa miða og ferð með Herjólfi fyrir þig. Við fáum að gista í garðinum hjá frænku Karitasar svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af einhverju ógeðs tjaldsvæði ;)
Gaman að þú skulir alltaf vera svona dugleg að blogga! Það er svo stutt þangað til þú kemur heeeeim! Get ekki beðið :* :* :* Bæbæ í bili!
Lilja Björk (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 16:28
Tu matt sko koma teeegar tu villt :D og endilega oft ;) svo aetla eg ad koma til tin tvi tad er miklu skemmtilegra hja terheldur en hja mer. Annars er Helen ad spa i ad kikja i lok juni einhverntiman ta er alveg tiiilvalid ad tu kikir lika skotta ;D Hlakka til ad sja tig, vona ad tad verdi ekki neitt of langt i tad ;)
ArnaLara (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.