Föstudagur, 11. maí 2007
Hrædd við tómleikann
Dvöl mín í útlandinu hefur varpað ljósi á sannleikann. Ég áttaði mig á því að ég er hrædd við tómleikann. Heima tókst mér ekki að sjá það sökum fullbókaðra daga af hinum ýmsu áhugamálum. Hérna hef ég betur áttað mig á því hvað ég vil gera, ég hef sleppt höndum af hinu og þessu og þar með leyft að skína í tómleikann. Þar fann ég þörfina fyrir að fylla sjálf upp í tómleikann, hlaða dagana upp til að lenda ekki í þeirri stöðu að hafa ekkert að gera. Ég hef tekið mikilvægar ákvarðanir sem hafa leitt mig áfram og leitt mig út á ystu brún. Nú hef ég tekið stóra stökkið, tekið stóra skrefið. Ég, Ásbjörg Jónsdóttir var stolt af sjálfri mér og ánægð með hlutina sem ég hef gert. Lífið er einungis keppni við sjálfa sig en ekki hina. Þegar mér fer fram borið saman við sjálfa mig, verður hver sigurinn sætari. 18 ár liðin, það var nú kominn tími til. Þessi 18 ár hef ég verið að undirbúa mig undir þetta stóra skref. Margur hefur reynt að fá mig til að taka það en ég var hrædd og ef til vill ekki tilbúin. Ég þurfti að reka mig á þetta sjálf og hafa allan styrk og vilja til þess. Núna er rétti tíminn.
Athugasemdir
þú ert hugrökk, ekki geta allir vera ánægðir með sjálfa sig.
- ég dái bloggið þitt (er reyndar fyrst núna að kommentera). ég elska þegar fólk getur skrifað svona huglæga texta.
hlakka til að sjá þig:)
anna sigga (skarphéðins) (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 19:51
það er gott að þú skulir vera stolt af sjálfri þér.. það er líka fullt af fólki hérna á Íslandi sem er mjög stollt af þér og getur ekki beðið eftir því að fá að hitta þig
Jenni (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 13:27
bah a dit donc! frabaert ad thu hafir attad thig a tvi hvernig lifid lengur fyrir sig.. margt sem svona ferdalög uti heiminn gera!
stebbi (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 12:25
Jaeja krakkar, verid nu bara stolt af ykkur sjalfum ! Ja ef tetta er hvernig lifid gengur fyrir sig hja ollum ta er eg hissa...
Asbjorg (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:08
Eru allir a fullu i profum eda erud tid haett ad fylgjast med mer ? Eg er soldid einmana, eg sakna skemmtilegra athugasemda um lifid og tilveruna ! Koma svo ! Ta lofa eg ad koma med eitt gott blogg um helgina
Asbjorg (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:00
ég er búinn að fá allar einkunnirnar .. flestar frá 8-10 en ég skal tala við þig betur um það ef ég næ þér einhverntímann á msn
síðan á ég eftir að sýna þér alveg 3 stuttmyndir sem ég hef verið að vinna síðan á seinustu önn
og já.. ég er á leiðinni til bandaríkjanna á fimmtudaginn og verð þar í 8 daga
Jenni (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 00:00
Hæhæ! Sorry hvað það er langt síðan ég commentaði hjá þér síðast! Ég hálfskammast mín.. en allavegana! Rosa flottur pistill hjá þér eins og vanalega og tek ég undir með Jenna, við erum líka öll mjög stolt af þér hérna heima. Ég var ótrúlega súr þegar ég kom að tölvuskjánum í gær og sá að þú hafðir reynt að tala við mig á MSN.. ég var sko í vinnunni og þurfti að skreppa frá, akkúratt þá komst þú inn greinilega! Núna eru sem sagt prófin búin og vinnan tekin við en ég að vinna hjá Eimskip. Mjög erfitt satt best að segja af því að þau eru að vinna á svo mörg kerfi og þarf ég því að læra mjög mikið þessa dagana.. Heilinn fær engan frið! Það lítur allt út fyrir það að við verðum bara þrjár í eyjum, ég, Lilja og Marta.. Bailerar! neeei.. ég skil þig nú alveg ;) Reyndar verður Heiðrún þarna líka en hún fer með sundfólkinu! Svo er annað ævintýri á skrá í sumar og það er Londonferð! Ég, Lilja, Marta, Elfa og Kristín ætlum að fara í ágúst :) Þér er meira en velkomið að joina ef þig langar ;o) Annars er kominn tími til að telja niður í þig Ásbjörg mín og hvað eru það margir dagar í dag? Kossar og knús!
Karitas (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.