Fiðrildin taka flug

Maímánuður er mánuður sólarinnar, fuglasöngs, blás himins, gleðinnar sjálfrar og þar með tími til að láta glitta í tennurnar og brosa hlýtt til næstu manneskju.  En hvað gera menn þegar himnarnir búa sig hægt og hljótt undir það að hrynja yfir okkur.  Skýin hrannast upp, sólin felur sig, fuglarnir þegja um stund og það versta er að brosin hverfa af andlitum fólks.  Er þá ekki einmitt tíminn til að brosa ?  Eitt er víst að þegar himnarnir ákveða skyndilega að hrynja þurfum við meira á litlu brosi að halda.  Það getur gert gæfumuninn. 
    Nú þegar líða fer að brottför er minnst á það á hverjum einasta degi.  Ég er minnt á það daglega að ég eigi bara tvo mánuði eftir og að áður en ég fer verð ég að gera hitt og gera þetta.  Dagur brottfarar birtist í myndum í huga mér og lítil fiðrildi fljúga um í maganum.  Þessa 59 daga vil ég heldur nota vængi fiðrildanna til þess að fljúga um á litlu bleiku skýi með stjörnur í augunum og að sjálfsögðu með bros á vör.
    Sama hvort þú lifir fyrir sjálfa þig eða fyrir aðra, brostu.  Þér mun líða betur og einnig hinum.  Njóttu þess að gefa og vonastu til að geta þegið. 

=  líðan mín. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ veistu ..mér þykir ósköp vænt um þig. í hvert skipti sem að maður kemur hérna inná er komin ný bloggfærsla, sem er algjör sigur- / hamingju-sprengja! Mér hlýnar alveg við hjartarætur;) þú ert svo mikið yndi.

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 19:46

2 identicon

Veistu Anna, tad ert tu sem ert yndid !  Ad vita ad einhver les bloggid mitt og hefur einnig gaman ad tvi og skrifar mer svona yndislegar athugasemdir, tad er allt sem eg tarf

Asbjorg (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 20:02

3 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)

Kveðja

Steinbi (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 21:02

4 identicon

Hæ elsku Ásbjörg mín! Góður pistill hjá þér að vana og svo vel orðaður að maður virkilega finnur hvernig þér líður.  Reyndu að komast hjá því að hugsa of mikið um heimferðina og njóttu heldur tímans sem eftir er ef hægt er. Nú þegar fer að draga nær heimferð verður eflaust lítið um annað talað enda miklu ævintýraskeiði að ljúka og ekki skrýtið að fólk þurfi langan tíma til að venjast þeirri staðreynd að þú sért að fara, eins yndisleg og þú ert! Hlakka til að sjá þig ;o)

Karitas (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 20:06

5 identicon

aeji, eg fekk hnut i magann og lettvaegt sjokk tegar eg sa toluna 59! En hamingjan entist i meira en viku ;)

Ragnheidur (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 20:18

6 identicon

Takk fyrir elsku Karitas min !  Eg hlakka lika til ad sja tig, ekki spurning !  

Haha min hamingja lika, entist i meira en viku en aetli fidrildin sveimi ekki lika i maganum a ter, tad kaemi mer ekki a ovart

Asbjorg (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband