Nýr dagur býður upp á margt meira en hversdagsleikann

Nýr dagur, ný tækifæri, nýir möguleikar, nýtt val, allt þetta í mínum höndum !  Ný kynni, ný tækifæri... einnig í mínum höndum.  Lífið byggist að mörgu leyti upp á því að kynnast fólki... og er í flestum tilvikum í þínum höndum, það ert þú sem velur hvernig það gengur fyrir sig.  Það vill þó koma til að umhverfið hefur áhrif og lífið gengur ekki fyrir sig nákvæmlega eins og við viljum.  Kynnin sem þú býrð til yfir ævina eru óteljandi og ómissandi, það eru þau sem móta persónuna sem við verðum og erum.  Svo kemur að því að við þurfum að kveðja... við þurfum að byrja á einhverju nýju, búa til ný kynni...jafnvel endurnýja gömul kynni sem verða aldrei þau sömu.  Við breytumst og þar af leiðandi verða kynnin breytt, betri - verri ?  Eitthvað nýtt byrjar, eitthvað gott, eitthvað slæmt... nýr dagur, ný tækifæri...  Það sem gerir lífið ríkara og fallegra eru öll þau kynni sem við búum til um ævina, jafnvel þó að einn daginn þurfi að kveðjast verða þessi kynni að fallegum minningum.  Þessar fallegu minningar eiga góðan stað í hjarta hvers og eins og sumar minningar/kynni verða hluti af okkur.  Minningarnar geta verið fallegri en nútíðin sjálf vegna þess að maður gleymir slæmu hlutunum og man bara eftir þeim góðu.  Framtíðin bíður hins vegar upp á nýja nútíð sem seinna verður að minningum.  Þegar stígurinn klárast og ekki er meira pláss fyrir nýja nútíð og nýjar minningar er lífið bara fallegt.  Þegar stígurinn klárast er einungis það besta eftir - góðar minningar... 

Annars fyrir þá sem vilja fréttir af hversdagsleikanum og raunveruleikanum en ekki af draumaheimum hugsana minna: þið getið skoðað myndir af 18 ára afmæli Paulu sem var vel haldið upp á þar sem opnuð var kampavínsflaska og allt tilheyrandi... Myndirnar segja alla söguna...  Ein vika eftir af skólanum og farið er að hitna í kolunum fyrir Parísarferð systranna á laugardaginn næstkomandi.  

Mæðradagur Frakka var haldinn hátíðlega í dag þar sem "mömmu" var bannað að gera allt sem mömmur eiga að gera : þvo þotta, elda matinn o.s.frv.  Við afneytuðum að halda mæðradaginn hátíðlegan fyrir verslun, það er að segja að kaupa blóm, súkkulaði eða einhverja gjöf.  Það var vel metið á þessu heimili og átti "mamma" ásamt öllum góðan mæðradag.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ

Ég er alltaf til í að lesa inn í draumaheim þinn.. heh...  Það á örugglega eftir að vera rosa gaman hjá ykkur í París, væri sko til í að kíkja með! ;) Það er sniðugt að gera þetta á mæðradaginn, láta mömmu ekki þurfa að gera neitt af því hefðbundna! Man það á næsta ári :) Ég var að pæla í því um daginn hvort þú kallaðir Clarie mömmu þína.. geriru það? Ég sé að þú setur mamma í gæsalappir. Ég hef stundum pælt í því hvort ég hreinlega gæti kallað einhverja aðra konu mömmu, eða einhvern annan mann pabba.. ég ætti erfitt með það!  Ég hitti mömmu þína í Gyllta kettinum um daginn og spjölluðum við saman, m.a. um það hversu mikið við hlökkum til að fá þig heim ;)

Bestu kveðjur

Karitas

Karitas (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 11:34

2 identicon

Hehe, ég kalla hana ekki mömmu, ég kalla hana Claire en Claude kalla ég stundum pabba bara svona í gríni vegna þess að hann er mjög sjaldan heima og hann hefur gaman að því... Það kemur enginn í staðinn fyrir mömmu og pabba, þó svo Claire og Claude séu rosalega almennileg ! Þú getur annars bókað það að ég hlakka líka til að koma heim og hitta ykkur, þið eruð ekki einar um það

Ásbjörg (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 11:44

3 identicon

Hæhæ litla frænka

Var einmitt að pæla í þessu sama með kynnin fyrir nokkrum dögum. Great minds think alike  Nema hvað að ég fór ekki svona djúpt í þetta. Fínt að láta þig bara klára þessa pælingu fyrir mig! ;)

Það er svo styttist svo gríðarlega í það að þú komir heim, að fyrr en varir verður þú heima til tilbreytingar þegar ég kem í heimsókn í súluhöfðann... var líka að pæla annað.. Það er svo langt síðan ég hef heyrt í þér, að mig er farið að langa að heyra í þér. Þú mátt endilega láta mig vita ef að þér leiðist einhverntíman og langar í símtal;)

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:19

4 identicon

Skemmtilegar hugleiðingar Ásbjörg mín! Þú ert svo mikill heimspekingur í þér ;)

Hlakka ótrúlega mikið til að sjá þig í NÆSTA mánuði, og london verður geeeeðveik :*

Elfa (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 00:17

5 identicon

Váá... ég var að telja og það eru 42 dagar þangað til þú kemur!! :D Kemuru ekki annars 17 júlí?

Karitas (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 08:57

6 identicon

Verður það bara til tilbreytingar að ég sé í Súluhöfðanum ???? Já ég skal hringja í þig á skype við tækifæri

Ekki spurning með að London verði GEÐVEIK og hlökkunin er líka GEÐVEIK við að koma heim

Jú Karitas, mikið rétt !  Ég kem heim þann 17. júlí ! 42 dagar, vá það er ekki neitt !!! og eins og Elfa segir, sjáumst í næsta mánuði, það er alveg frekar fyndið !  

Ásbjörg (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:56

7 identicon

æj já það er fínt að fá þig BARA til tilbreytingar! hahahhaha...nei þú veist betur

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:12

8 identicon

Hæhæ vona að það gangi allt ótrúlega vel hjá þér.... og vonandi færðu gott veður áður en þú kemur heim (núna er búið að rigna eins og úr fötu alla vikuna)

kv Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 09:50

9 identicon

Hej...

Geturu haft samband þegar þú sérð þetta...

kv.

Stjáni

Stjáni (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 10:57

10 identicon

Hæ sæta:)

Vá það er ótrúlega stutt þanga til að þú kemur heim:) Váááá hvað ég hlakka til:) Það verður svo gaman að fá þig aftur,,,, sakna þín svo mikið,,,, 

Ég er að fara til Danmerkur 27.júní,,, og þá verður komið ein lítil snúlla í fjölskylduna:) Verð komin heim áður en þú kemur:)

Hlakka endalaust til að hitta þig í næsta mánuði:)

Er stundum að hringja í þig í Skype,, en þú ert aldrei inná.

Bæ dúllan mín:)

kv. þín vinkona Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband