Fjölskyldan mín í Frakklandi

Claire er hjúkrunarfræðingur í skóla og er 51 árs.

Claude er 50 ára hann er verkfræðingur og vinnur mikið, er stundum í burtu 2-3 daga vikunnar.

Þau hjóla mjög mikið, og eru mjög "fit".  Þau eiga þrjá syni, þá :

Xavier er 26 ára og vinnur hjá sínu eigin fyrirtæki sem heitir IPCUBE.  Hann á kærustu sem heitir Fanny og hún er ólétt og á von á sér á janúar, svo ég verð viðstödd þá.

 Alain er 24 ára og ásamt Héléne býr hann í Marseille en er á leið til Montreal (Kanada) í eitt ár.   Hann er listamaður en hún spilar á selló.

Thomas er 21 árs og er að læra að verða smiður.  Hann flyst á milli staða á hálfs árs fresti (vegna vinnu) nýlega hefur hann verið í Perigueux sem er í suð - vestur Frakklandi.

 Ég og Paula förum í eins áður sagði kaþólskan einkaskóla sem heitir Jean XXIII.

Þau búa í Montigny les Metz sem er úthverfi Metz og ekki svo langt frá Nancy.

Paula er 17 ára og býr í Vitoria í Brazilíu, henni finnst gaman að fara í ræktina og að lesa bækur.  Foreldrar hennar eru læknar og hún ætlar í læknisfræði.  Hún hefur aldrei smakkað áfengi né reykt og er voða góð stelpa, heyrist mér. 

Ásbjörg Saklaus


c_documents_and_settings_asbjorgj_my_documents_my_pictures_jean_xxiii_40388.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prufa

Ásbjörg (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 10:18

2 identicon

Hehe víí til hamingju með fjölskylduna.. virkar mjög spennandi.. Litli englabossinn bara mættur á svæðið.. en til hamingju.. þér text örugglega að spilla henni...múhaha luuvv Íris

Íris Björk (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 10:26

3 identicon

hæjó, þessi fjölskylda hljómar mjöög vel finnst mér, vá kaþólskur einkaskóli, það er kúl

kristín sveina (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 19:19

4 identicon

Jenni
Hæj Ásbjörg mín ;) verður örugglega geðveikt gaman hjá þér þarna úti hjá nýju fjölskyldunni... verðum að vera duglegri við að hittast áður en að þú ferð :P

Jenni (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 20:21

5 identicon

Nett síða hjá þér skvísa! :D
En þú átt klárlega eftir að spilla þessum frönsku dýrðlingum ef ég þekki þig rétt. Tæla sveitta smiðinn hann Thomas með þér í e-n vafasaman leik..... muahaha
kveðja
Soffía
Miss Hellisheiði

Soffía (IP-tala skráð) 25.7.2006 kl. 20:39

6 identicon

hahah þú átt nú eftir að spilla henni!!
verðum í bandi skvís

Guðrún (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 12:39

7 identicon

Já svona eins og þú spilltir mér ;) Guðrún...
heyrumst :D

Ásbjörg (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband